Óska eftir sjálfboðaliðum fyrir prófun bóluefnis

Nicolás Maduro, forseti Venesúela.
Nicolás Maduro, forseti Venesúela. AFP

Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur óskað eftir sjálfboðaliðum fyrir prófun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem Rússar hafa þróað. 

Rússland varð fyrsta landið til að fá skrásett bóluefni gegn kórónuveirunni 11. ágúst. Vísindamenn hafa dregið í efa að bóluefnið hafi verið prófað með fullnægjandi hætti, en yfirvöld í Venesúela, sem hafa fengið milljarða dollara lán frá Rússlandi, hafa boðist til að taka þátt í frekari prófun bóluefnisins. 

„Á næstu dögum munum við óska eftir sjálfboðaliðum til að verða bólusettir,“ sagði Maduro í yfirlýsingu í gær. Fram kemur á BBC að yfirvöld í Venesúela séu einnig tilbúin að leggja til sjálfboðaliða vegna þróunar bóluefnis í Kína og á Kúbu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert