Saka Kínverja um brot á landamærasamkomulagi

Til átaka hefur komið milli kíverskra og indverskra hersveita í …
Til átaka hefur komið milli kíverskra og indverskra hersveita í Ladakh við landamæri landanna tveggja. AFP

Indversk stjórnvöld hafa sakað Kínverja um brot á samkomulagi landanna tveggja um landamærin, sem náðist í nýlegum sáttaviðræðum. 

Indversk stjórnvöld saka Kínverja um „egnandi hernaðarlegar hreyfingar“ í því skyni að hafa áhrif á kyrrstöðuna í Ladakh við landamærin. 

Hið minnsta 20 indverskir hermenn létust í átökum við kínverskar hersveitir á svæðinu í júní. Fram kemur á BBC að Kínverjar hafi ekki staðfest hvort kínverskir hermenn hafi látist í átökunum. Sáttaviðræður milli landanna tveggja hafa staðið yfir með hléum síðan í júní. 

„Við gripum til aðgerða til að styrkja stöðu okkar og hindra áætlanir Kínverja um að einhliða breyta stöðunni við landamærin,“ segir í yfirlýsingu indverskra stjórnvalda um atburðinn sem á að hafa átt sér stað 29. ágúst. 

Í yfirlýsingunni segir einnig að Indverjar séu skuldbundnir sáttaviðræðum en „sömuleiðis skuldbundnir því að vernda heilindi landsvæðisins“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert