Trump og Biden rífast vegna ofbeldis í Portland

Lögreglan í Portland stöðvar mann sem var með þeim sem …
Lögreglan í Portland stöðvar mann sem var með þeim sem var skotinn til bana í borginni á laugardaginn. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti og and­stæðing­ur hans í kom­andi for­seta­kosn­ing­um, demó­krat­inn Joe Biden, tók­ust á vegna of­beld­is sem braust út í mót­mæl­um í borg­inni Port­land í Or­egon­ríki um helg­ina.

Trump sakaði demó­krat­ann Ted Wheeler, sem er borg­ar­stjóri í Port­land, fyr­ir að gefa grænt ljós á „dauða og eyðilegg­ingu borg­ar sinn­ar“.

Biden sagði for­set­ann aft­ur á móti hvetja til of­beld­is, að sögn BBC.

Karl­maður var skot­inn til bana í Port­land á laug­ar­dag og ann­ars staðar í borg­inni lentu mót­mæl­end­ur, sem eru fylgj­end­ur Trumps, í átök­um við mót­mæl­end­ur hreyf­ing­ar­inn­ar Black Li­ves Matter.

Mikið hef­ur verið um mót­mæla­göng­ur í Port­land gegn lög­reglu­of­beldi og kynþátta­for­dóm­um eft­ir að lög­regl­an drap Geor­ge Floyd, svart­an Banda­ríkja­mann, í borg­inni Minn­ea­pol­is 25. maí.

Stuðningsmaður Trump á ferðinni.
Stuðnings­maður Trump á ferðinni. AFP

Borg­ar­stjór­inn Wheeler varaði fólk við því að koma til borg­ar­inn­ar til að leita hefnda vegna manns­ins sem var drep­inn um helg­ina. „Ég bið ykk­ur sem hafið talað um það á Twitter að þið ætlið að koma til Port­land til að leita hefnda að halda ykk­ur í burtu,“ sagði hann.

Hann svaraði gagn­rýni Trumps á þann veg að for­set­inn hefði „skapað hatrið og sund­ur­leitn­ina“. „Ég yrði þakk­lát­ur ef for­set­inn myndi annaðhvort styðja við bakið á okk­ur eða halda sig fjarri,“ sagði hann.

Sum­ir aðgerðasinn­ar hafa kraf­ist af­sagn­ar borg­ar­stjór­ans og segja að hann geti ekki leyst vand­ann sem uppi er vegna mót­mæl­anna.

Ted Wheeler.
Ted Wheeler. AFP

Í tíst­um sín­um í gær sagði Trump að „Port­land mun aldrei ná sér aft­ur á strik með bjána sem borg­ar­stjóra“ og lagði til að send­ar yrðu al­rík­is­sveit­ir til borg­ar­inn­ar.

Hann sakaði Biden einnig um að vera „óvilj­ug­an til að stjórna“.

Í yf­ir­lýs­ingu sagði Biden: „Trump tel­ur ef­laust að hann sýn­ist sterk­ur með því að tísta um lög og reglu en það að hann get­ur ekki beðið stuðnings­menn sína að hætta að leita í átök sýn­ir bara hversu van­mátt­ug­ur hann er.“

Trump hef­ur lagt áherslu á lög og reglu í kosn­inga­bar­átt­unni sinni og seg­ir hann demó­krata og Biden gera lítið til að stemma stigu við glæp­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert