Endurbirta skopteikningar af Múhameð

Ég er Charlie.
Ég er Charlie. AFP

Franska ádeilu­ritið Charlie Hebdo ætl­ar að end­ur­birta skopteikn­ing­ar af Múhameð spá­manni í vik­unni á sama tíma og rétt­ar­höld hefjast yfir sam­verka­mönn­um þeirra sem gerðu árás á rit­stjórn­ar­skrif­stof­ur rits­ins í janú­ar 2015.

„Við mun­um aldrei gef­ast upp,“ skrif­ar rit­stjóri Charlie Hebdo, Laurent „Riss“ Souris­seau, í rit­stjórn­ar­grein sem fylg­ir end­ur­birt­ingu skop­mynd­anna í nýj­asta hefti viku­rits­ins.

Tólf, þar á meðal þekkt­ustu skop­mynda­teikn­ar­ar Frakk­lands, voru drepn­ir í hryðju­verka­árás­inni á skrif­stofu Charlie Hebdo 7. janú­ar 2015.

Árás­ar­menn­irn­ir voru tveir, bræðurn­ir Said og Cherif Kouachi. Þeir voru drepn­ir af lög­reglu í kjöl­far árás­ar­inn­ar en rétt­ar­höld hefjast yfir 14 sam­verka­mönn­um þeirra í Par­ís á morg­un. Þeirra á meðal þeir sem tengd­ust árás í mat­vöru­búð gyðinga á sama tíma.

Teikn­ing­arn­ar sem um ræðir voru fyrst birt­ar í danska dag­blaðinu Jyl­l­ands Posten árið 2005 og end­ur­birt­ar í Charlie Hebdo árið 2006. Mynd­irn­ar vöktu mikla reiði meðal mús­líma víða um heim. 

Í miðju opn­unn­ar þar sem teikn­ing­ar eru birt­ar er mynd af Jean Ca­but, teikn­ara sem þekkt­ur var und­ir nafn­inu Cabu, en hann lést í hryðju­verka­árás­inni. „Allt þetta fyr­ir aðeins þetta,“ seg­ir í fyr­ir­sögn á forsíðu Charlie Hebdo í dag.

Í minningu ritstjórnar Charlie Hebdo, teikning efitr Christian Guemy, þekktur …
Í minn­ingu rit­stjórn­ar Charlie Hebdo, teikn­ing ef­itr Christian Gu­emy, þekkt­ur sem C215. AFP

Í rit­stjórn­ar­grein­inni seg­ir að nú sé rétti tím­inn til að end­ur­birta teikn­ing­arn­ar, á sama tíma og rétt­ar­höld­in hefjast. „Við höf­um oft verið beðin að prenta aðrar skop­mynd­ir af Múhameð frá því í janú­ar 2015,“ seg­ir í rit­stjórn­ar­grein­inni. „Við höf­um alltaf neitað því. Ekki af því að það sé bannað – lög­in heim­ila okk­ar það – held­ur vegna þess að það yrði að vera góð ástæða til þess. Ástæða sem hefði merk­ingu og myndi bæta ein­hverju við umræðuna.“

Skipt­ar skoðanir hafa oft verið um birt­ing­ar­stefnu Charlie Hebdo, hvort hún sé í anda tján­ing­ar­frels­is eða hvort gengið sé of langt. En þegar fjölda­morðin voru fram­in sam­einaðist franska þjóðin und­ir myllu­merk­inu #JeSuisCharlie.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert