J-deginum aflýst

J-dagurinn hefur verið haldinn í Danmörku frá árinu 1990, en …
J-dagurinn hefur verið haldinn í Danmörku frá árinu 1990, en hefur síðustu ár fest sig í sessi hér á landi. Myndin er tekin á Dönsku kránni í Reykjavík í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eng­in hátíðar­höld verða í Dan­mörku í ár þegar Tu­borg Ju­lebrygg fer í sölu fyr­ir jól­in. J-deg­in­um svo­kallaða, þar sem haldið er upp á tíma­mót­in, hef­ur verið af­lýst og er söku­dólg­ur­inn kór­ónu­veir­an. Ekstrablaðið grein­ir frá þessu og hef­ur eft­ir Christian Sveiga­ard, markaðsstjóra Carls­berg, sem fram­leiðir bjór­inn. 

„Þetta var alls ekki létt­væg ákvörðun. En snjór­inn mun falla,“ seg­ir Sveiga­ard. Þótt J-deg­in­um sjálf­um hafi verið af­lýst verður bjór­inn þó vita­skuld sett­ur í sölu.

Frá ár­inu 1990, níu árum eft­ir að Ju­lebrygg kom fyrst á markað, hef­ur Carls­berg staðið fyr­ir um­rædd­um J-degi fyrsta fimmtu­dag í nóv­em­ber. Vöru­bíl­ar frá Carls­berg keyra þá með bjór­inn á valda bari um land allt. Klukk­an 20:59 er skrúfað frá dæl­unni og fá gest­ir jafn­an ókeyp­is bjór fyrst um sinn. Þetta kalla Dan­ir að láta snjó­inn falla.

Óhætt er að segja að markaðsuppá­tækið sé vel heppnað enda vek­ur það jafn­an mikla at­hygli og laðar að sér fjölda bjórþyrstra manna sem sólgn­ir eru í smakkpruf­urn­ar til að ganga úr skugga um að jóla­bruggið bragðist eins og í fyrra. 

Síðustu ár hef­ur J-dag­ur­inn haslað sér völl víðar um heim, þar á meðal á Íslandi. Var til að mynda þétt setið á Dönsku kránni og Stúd­enta­kjall­ar­an­um þegar deg­in­um var fagnað í fyrra en á þeim síðar­nefnda mátti gæða sér á bjórn­um fyr­ir litl­ar 50 krón­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert