Með 29 krónur á tímann

Tom Cruise og hans fólk hyggjast búa um borð í …
Tom Cruise og hans fólk hyggjast búa um borð í MS Fridtjof Nansen næsta mánuðinn á meðan tökur á Mission Impossible 7 fara fram í Mæri og Raumsdal. Telja tvö norsk stéttarfélög að við það verði skipið að hóteli og falli þar með undir norsk lög og kjarasamninga en laun filippseysku áhafnarinnar um borð eru allt niður í 29 norskar krónur á tímann. Ljósmynd/Wikipedia.org/Cavernia

Tvö norsk stétt­ar­fé­lög, Fell­es­for­bundet og sjó­manna­fé­lagið Sjø­manns­for­bundet, hafa kært norsku farþega­skipa­út­gerðina Hurtigru­ten til lög­regl­unn­ar í Mæri og Raumsdal og er kæru­efnið brot á norskri út­lend­inga­lög­gjöf.

Máls­ástæður og lagarök stétt­ar­fé­lag­anna tveggja eru, að um leið og Tom Cruise og sam­starfs­fólk hans við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar Missi­on Impossi­ble 7 tóku farþega­skipið MS Fridtjof Nan­sen á leigu í heil­an mánuð sem vist­ar­ver­ur, meðan tök­ur á atriðum í mynd­ina fara fram í Åndals­nes og Stranda nær all­an sept­em­ber, hafi skipið lög­um sam­kvæmt breyst í hót­el enda muni það að mestu liggja við fest­ar all­an tím­ann í Hell­esylt.

Við breyt­ing­una úr farþega­skipi, sem sigl­ir und­ir alþjóðleg­um fána, svo­kölluðum NIS-fána, í hót­el fær­ist kjör áhafn­ar MS Fridtjof Nan­sen að áliti stétt­ar­fé­lag­anna und­ir norsk lög og þar með þurfi áhöfn skips­ins norskt dval­ar- og at­vinnu­leyfi rétt eins og hún væri starf­andi á hverju öðru hót­eli í Nor­egi.

457 ís­lensk­ar krón­ur í tíma­kaup

Slík rétt­indi þarf áhöfn­in ekki í sigl­ing­um við Nor­egs­strend­ur, þótt þær séu nán­ast all­ar milli norskra hafna, þar sem skipið sigl­ir und­ir alþjóðleg­um fána, og er Hurtigru­ten þar með ekki bund­in norsk­um kjara­samn­ing­um og get­ur því greitt starfs­fólki sínu um borð, sem flest kem­ur frá Fil­ipps­eyj­um, allt niður í 29 norsk­ar krón­ur á tím­ann, upp­hæð sem sam­svar­ar 457 ís­lensk­um krón­um.

Eng­in lág­marks­laun eru lög­fest í Nor­egi en flest­ar starfs­grein­ar hafa þó ákveðið sín lág­marks­laun í samn­ing­um og til að setja 29 krón­urn­ar hjá Hurtigru­ten í sam­hengi má nefna sem dæmi að lág­marks­tíma­laun við land­búnað og garðyrkju eru 103,15 krón­ur (1.624 ISK) fyr­ir starfs­fólk und­ir 18 ára aldri en 143,05 krón­ur (2.254 ISK) fyr­ir ófag­lærða full­orðna mann­eskju miðað við fa­stráðningu.

„Það er með öllu ólíðandi að hægt sé að leggja skipi að bryggju [í Nor­egi] þar sem launa­kjör um borð eru allt niður í 29 krón­ur á tím­ann,“ seg­ir Johnny Han­sen, formaður Sjó­manna­fé­lags­ins, við norska dag­blaðið VG auk þess sem hann tel­ur að Hurtigru­ten beri skylda til að ráða norsk­ar áhafn­ir sem nú sitji heima á bót­um vegna kór­ónukreppu.

Tom Cruise er hrifinn af norskri náttúru og lagði mikið …
Tom Cruise er hrif­inn af norskri nátt­úru og lagði mikið á sig til að fá að koma til Nor­egs með 200 manns sótt­kví­ar­laust til að taka upp atriði í Missi­on Impossi­ble 7. Hér hang­ir hann utan á Preikestolen, skammt frá Stavan­ger, við tök­ur á Missi­on Impossi­ble 6 í sept­em­ber 2017. Ljós­mynd/​Paramount Pict­ur­es

„Ríkið greiðir norsk­um sjó­mönn­um at­vinnu­leys­is­bæt­ur á meðan Hurtigru­ten læt­ur fljúga með mann­skap frá Fil­ipps­eyj­um í störf­in. Þetta er eins langt frá því að taka þátt í sam­stöðu þjóðar­inn­ar og kom­ist verður,“ seg­ir formaður­inn.

Jørn Egg­um, formaður Fell­es­for­bundet, stærsta stétt­ar­fé­lags Nor­egs, sem starfar inn­an margra greina og held­ur úti kjara­samn­ing­um við 5.000 vinnustaði, tek­ur und­ir með Han­sen og seg­ir hátt­semi Hurtigru­ten forkast­an­lega.

„Það er ekki í lagi að nota skip með alþjóðlegri skrán­ingu sem hót­el, loka aug­un­um og vona að eng­inn kom­ist að því að starfs­fólkið er ekki ná­lægt þeim regl­um um aðbúnað og holl­ustu­hætti á vinnu­stöðum sem lög­fest­ar eru í Nor­egi,“ seg­ir hann og bæt­ir við:

„Grípi lög­regl­an eða vinnu­eft­ir­litið ekki inn í verður rík­is­stjórn­in að gera það, það get­ur varla tal­ist „missi­on impossi­ble“.“

Seg­ir ásak­an­ir úr lausu lofti gripn­ar

MS Fridtjof Nan­sen er annað tveggja skipa sem Tom Cruise hef­ur tekið á leigu vegna gerðar mynd­ar­inn­ar en leik­ar­an­um hef­ur orðið tíðrætt um það ást­fóst­ur sem hann tók við norska nátt­úru þegar hann hékk utan á klett­in­um Preikestolen, skammt frá Stavan­ger í Roga­land, við tök­ur á loka­atriði Missi­on Impossi­ble 6 í sept­em­ber 2017 og fékk hann sér­staka und­anþágu frá sótt­kví­ar­regl­um til að koma með 200 manna starfslið frá Banda­ríkj­un­um nú.

Anne Ma­rit Bjørn­fla­ten, sam­skipta­stjóri Hurtigru­ten gagn­vart yf­ir­völd­um, sem út­gerðinni veit­ir varla af að hafa eft­ir að hún komst á all­ar forsíður og sætti lög­reglu­rann­sókn fyr­ir að hafa reynt að þagga niður 70 kór­ónu­veiru­til­felli áhafn­ar og farþega MS Roald Amundsen fyr­ir mánuði, seg­ir ásak­an­ir stétt­ar­fé­lag­anna úr lausu lofti gripn­ar.

Notk­un skips­ins brjóti ekki regl­ur skipa með NIS-skrán­ingu. „Það hef­ur Sigl­inga­mála­stofn­un staðfest. Starfs­fólkið eru sjó­menn sem starfa inn­an ramma þeirra reglna sem gilda um NIS-skip. Sjó­manna­fé­lag­inu er full­kunn­ugt um að eng­in fé­lags­leg und­ir­boð eiga sér stað á NIS-skip­um,“ seg­ir Bjørn­fla­ten.

„MS Fridtjof Nan­sen varð ekki fyr­ir val­inu í þetta verk­efni til að draga úr kostnaði held­ur vegna þess að skipið er heppi­leg­ast fyr­ir þetta verk­efni, ekki síst hvað sótt­varn­ir áhrær­ir,“ seg­ir sam­skipta­stjór­inn, en í síðustu viku komst það í há­mæli að fjór­ir hóp­ar farþega á MS Fridtjof Nan­sen smituðust af kór­ónu­veiru í vor og belg­ísk­ur karl­maður lést af sótt sinni eft­ir heim­komu í kjöl­far þess að skips­lækn­ir sagði ein­kenni hans ekki benda til kór­ónu­veiru­smits.

„Mér finnst því illskilj­an­legt hvers vegna Sjó­manna­fé­lagið hef­ur uppi slík­ar órök­studd­ar full­yrðing­ar,“ seg­ir hún.

Svein Rike, deild­ar­stjóri út­lend­inga­eft­ir­lits­deild­ar lög­regl­unn­ar í Mæri og Raumsdal, staðfest­ir við VG að lög­regl­unni hafi borist kæra stétt­ar­fé­lag­anna og málið sé nú til at­hug­un­ar.

VG
NRK
E24
Dag­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert