Mótmæli XR hefjast í dag

00:00
00:00

Tveggna vikna um­hverf­is­mót­mæli Ext­incti­on Re­belli­on (XR) hefjast í dag, en mót­mæli eru skipu­lögð í Lund­ún­um, Car­diff og Manchester.

Þau stærstu verða í Lund­ún­um. Mót­mæl­end­ur munu marsera frá fjór­um stöðum, Buck­ing­ham-höll, Trafal­g­ar-torgi, West­minster-dóm­kirkju og Tate Britain-safn­inu, og koma sam­an fyr­ir utan þing­húsið í Lund­ún­um, á Parlia­ment-torgi. The Guar­di­an grein­ir frá.

Mót­mæl­in snú­ast fyrst og fremst um hið svo­kallaða CEE-frum­varp (The Clima­te and Ecological Emer­gency Bill), en stefnt er að því að mót­mæl­in standi yfir þar til frum­varpið verður samþykkt í þing­inu.

Breska þingið kem­ur sam­an í dag eft­ir sum­ar­frí, en í til­kynn­ingu frá XR seg­ir að „fólkið í Bretlandi sé langþreytt á aðgerðal­eysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í garð lofts­lags- og um­hverf­is­vár­inn­ar“.

Mótmælendur munu setjst niður á Parliament-torgi, fyrir utan þinghúsið í …
Mót­mæl­end­ur munu setjst niður á Parlia­ment-torgi, fyr­ir utan þing­húsið í London. AFP

Þúsund­ir þrátt fyr­ir veiruna

Mót­mæl­end­ur munu setj­ast niður á Parlia­ment-torgi um há­degi í dag, og stefnt er að því að halda kyrru fyr­ir í nokkra daga.

Anneka Sutclif­fe, einn skipu­leggj­enda mót­mæl­end­anna, sagði í sam­tali við The Guar­di­an að þótt sam­tök­in reikni með að færri mæti á mót­mæl­in í dag vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins sé engu að síður reiknað með að þúsund­ir taki þátt í þeim.

Lög­regl­an í Lund­ún­um hef­ur þegar lagt mót­mæl­end­um lín­urn­ar. Að sögn The Guar­di­an hef­ur lög­regl­an hótað að sekta sam­tök­in um 10 þúsund pund fyr­ir að skipu­leggja fjölda­sam­komu þar sem fleiri en 30 koma sam­an.

Þá hafi lög­regl­an bannað notk­un allra far­ar­tækja eða mann­virkja sem hluta af mót­mæl­un­um, að sögn Even­ing Stand­ard.

Um helgina fóru fram minni mótmæli víða um Bretland, meðal …
Um helg­ina fóru fram minni mót­mæli víða um Bret­land, meðal ann­ars í Manchester. AFP

Í apríl 2019 vöktu sam­tök­in heims­at­hygli þegar mót­mælaaðgerðir þeirra lömuðu hluta Lund­úna. Mót­mæl­end­ur lokuðu um­ferðargöt­um og brúm í borg­inni, en um 1.500 manns voru hand­tekn­ir í tengsl­um við mót­mæl­in.

Að sögn sam­tak­anna verður sótt­varna gætt meðan á mót­mæl­un­um stend­ur; viðstadd­ir eru beðnir að vera með grímu og hanska, auk þess að nota hand­spritt til að draga úr lík­um á smiti.

AFP
Mótmælendur á DLR línunni í Lundúnum.
Mót­mæl­end­ur á DLR lín­unni í Lund­ún­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert