Berlusconi með kórónuveiruna

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AFP

Silvio Berlusconi, fjölmiðlamógúll og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta er haft eftir heimildum innan stjórnmálaflokks Berlusconis, Forza Italia.

Berlusconi, sem verður 84 ára í lok þessa mánaðar, hefur lengi verið umdeildur. Það er meðal annars vegna tengsla hans við Pútín Rússlandsforseta, ásakanir um fjármálalegt misferli í embætti og ásakanir um að hafa stundað kynmök með vændiskonu sem var undir lögaldri.

Berlusconi var um tíma eigandi knattspyrnuliðsins AC Milan og á hann enn ráðandi hlut í fjölmiðlarisanum Mediaset, sem er stærsta fjölmiðlafyrirtæki Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert