Silvio Berlusconi, fjölmiðlamógúll og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta er haft eftir heimildum innan stjórnmálaflokks Berlusconis, Forza Italia.
Berlusconi, sem verður 84 ára í lok þessa mánaðar, hefur lengi verið umdeildur. Það er meðal annars vegna tengsla hans við Pútín Rússlandsforseta, ásakanir um fjármálalegt misferli í embætti og ásakanir um að hafa stundað kynmök með vændiskonu sem var undir lögaldri.
Berlusconi var um tíma eigandi knattspyrnuliðsins AC Milan og á hann enn ráðandi hlut í fjölmiðlarisanum Mediaset, sem er stærsta fjölmiðlafyrirtæki Ítalíu.