Biden heimsækir Kenosha

Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjana og forsetaefni demókrata fyrir forsetakosningarnar …
Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjana og forsetaefni demókrata fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember. AFP

Joe Biden, for­seta­efni demó­krata og fyrr­ver­andi vara­for­seti Banda­ríkj­anna, hyggst heim­sækja borg­ina Kenosha í Wiscons­in-ríki á morg­un, fimmtu­dag. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti heim­sótti borg­ina á þriðju­dags­kvöld. 

Mót­mæli spruttu upp í Kenosha í lok ág­úst þegar Jacob Bla­ke, sem er svart­ur, var skot­inn 7 sinn­um í bakið af lög­reglu­mönn­um. 

„Biden vara­for­seti mun halda fund með íbú­um í Kenosha svo að Banda­ríkja­menn geti komið sam­an til að jafna sig og tak­ast á við þær áskor­an­ir sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá fram­boði Bidens. 

Rík­is­stjóri Wiscons­in og borg­ar­stjóri Kenosha, sem báðir eru demó­krat­ar, vöruðu Trump við því að hann væri ekki vel­kom­inn til borg­ar­inn­ar. Hann fór á fund lög­regl­unn­ar í Kenosha í gær og skoðaði eyðilegg­ing­una sem varð þegar óeirðir brut­ust út í kjöl­far mót­mæl­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert