Facebook lokar gervisíðum

AFP

Face­book lokaði síðum og fölsk­um reikn­ing­um sem tengj­ast rúss­nesk­um út­send­ur­um. Síðurn­ar þótt­ust reka óháða frétta­veitu en í til­kynn­ingu frá Face­book kom fram að um­rædd frétta­veita tengd­ist rúss­nesku fyr­ir­tæki sem sökuð er um af­skipti af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um fyr­ir fjór­um árum.

Twitter lokaði einnig fimm síðum tengd­um sömu út­send­ur­um.

Fölsku síðurn­ar sner­ust um Peace Data, frétta­veitu sem sagðist vera óháður fjöl­miðill en Rúss­ar fengu meðal ann­ars sjálf­stætt starf­andi blaðamenn til að skrifa þar um stjórn­mál á fölsk­um for­send­um. 

Frétt­irn­ar þykja koma á áhuga­verðum tíma en eft­ir tvo mánuði verður kosið milli Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta og Joe Biden í for­seta­kosn­ing­um vest­an­hafs.

Fram kom í til­kynn­ingu frá Face­book og Twitter í gær að ákveðið hefði verið að loka síðunum eft­ir sam­vinnu með banda­rísku leyniþjón­ust­unni en Peace Date reyndi að hafa áhrif á vinst­ris­innaða kjós­end­ur vest­an­hafs.

Face­book lét loka 13 reikn­ing­um og tveim­ur síðum. Öllu hafi verið lokað áður en það kom­ast á flug en síðurn­ar voru ekki með marga fylgj­end­ur og kveðst Face­book bet­ur í stakk búið til að loka á slík­ar síður nú en áður.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert