Handtóku trúða í Perú

Næst flest tilfelli kórónuveiru eru staðfest í Perú af löndum …
Næst flest tilfelli kórónuveiru eru staðfest í Perú af löndum Suður-Ameríku. AFP

Átta trúðar voru hand­tekn­ir í Perú í gær þar sem þeir brutu regl­ur um fjar­lægðarmörk og hópa­mynd­an­ir sem sett­ar hafa verið vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

Trúðarn­ir komu sam­an í jarðarför eins fé­laga þeirra sem lést af völd­um veirunn­ar.

Trúðarn­ir hlutu áminn­ingu fyr­ir að stofna lífi annarra í hættu með því að fylgja ekki regl­um.

Þeir sögðust ein­göngu hafa verið að kveðja góðan vin og fé­laga.

Næst­flest til­felli kór­ónu­veiru eru staðfest í Perú af lönd­um Suður-Am­er­íku en til­fell­in eru fleiri í Bras­il­íu. Alls hafa 29.068 lát­ist af völd­um veirunn­ar í Perú en íbú­ar lands­ins eru um 33 millj­ón­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert