Átta trúðar voru handteknir í Perú í gær þar sem þeir brutu reglur um fjarlægðarmörk og hópamyndanir sem settar hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins.
Trúðarnir komu saman í jarðarför eins félaga þeirra sem lést af völdum veirunnar.
Trúðarnir hlutu áminningu fyrir að stofna lífi annarra í hættu með því að fylgja ekki reglum.
Þeir sögðust eingöngu hafa verið að kveðja góðan vin og félaga.
Næstflest tilfelli kórónuveiru eru staðfest í Perú af löndum Suður-Ameríku en tilfellin eru fleiri í Brasilíu. Alls hafa 29.068 látist af völdum veirunnar í Perú en íbúar landsins eru um 33 milljónir.