Pelosi gagnrýnd fyrir grímuleysi

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AFP

Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta og aðra repúblikana fyrir að bera ekki andlitsgrímur, var ljósmynduð á hárgreiðslustofu í San Francisco í Kaliforníuríki án andlitsgrímu. 

Ljósmyndir úr öryggismyndavél hárgreiðslustofunnar sýna Pelosi á stofunni án grímu, en samkvæmt sóttvarnareglum Kaliforníuríkis er skylda að vera með andlitsgrímu á almannafæri. Þá er hárgreiðslustofum meinað að hafa opið sé starfsemin innandyra. 

Pelosi án grímu á hárgreiðslustofunni.
Pelosi án grímu á hárgreiðslustofunni. Ljósmynd/eSalon

Pelosi, sem er alla jafna með grímu á almannafæri, er á myndunum með grímu um hálsinn. Hárgreiðslumeistari sem gekk á eftir henni var með andlitsgrímu yfir munni og nefi. 

„Stofan bauð Pelosi að koma á mánudag og sagði henni að fyrirtækið hefði leyfi til að þjóna einum viðskiptavini í einu innandyra. Pelosi fylgdi þeim reglum sem fyrirtækið sagði að væru í gildi fyrir starfsemina,“ sagði Drew Hammill, talskona demókrata í Kaliforníu, um atvikið. 

Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að bera …
Pelosi hefur ítrekað gagnrýnt Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að bera ekki andlitsgrímur. Hér er forsetinn grímulaus í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í gærkvöldi. AFP

Eigandi stofunnar, Erica Kious, sagði í samtali við Fox-fréttastofuna að hún leigi út pláss á stofunni til hárgreiðslumeistara sem hafði tilkynnt henni um að aðstoðarmaður Pelosi hefði hringt og óskað eftir því að hún fengi að koma í hárgreiðslu. „Það var blaut tuska í andlitið að hún hafi komið, að henni finnst hún bara geta farið um og sinnt því sem hún þarf að sinna þegar enginn annar getur það og ég get ekki unnið,“ sagði Kious.  

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert