Segja upp 16 þúsund manns

Flugvélar United Airlines.
Flugvélar United Airlines. AFP

Banda­ríska flug­fé­lagið United Air­lines ætl­ar að segja upp allt að sex­tán þúsund starfs­mönn­um 1. októ­ber vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Í júlí síðastliðnum gerði flug­fé­lagið ráð fyr­ir því að segja upp 36 þúsund starfs­mönn­um, sem er helm­ing­ur­inn af starfs­fólki fyr­ir­tæk­is­ins. 

Að sögn flug­fé­lags­ins hafa snemm­bú­in eft­ir­laun og önn­ur atriði orðið til þess að minni þörf hef­ur verið á frek­ari niður­skurði. Vegna „eyðileggj­andi“ áhrifa Covid-19 á flug­sam­göng­ur þurfi samt sem áður að segja fólki upp.

Starfsmaður United Airlines aðstoðar viðskiptavin á alþjóðlega flugvellinum í San …
Starfsmaður United Air­lines aðstoðar viðskipta­vin á alþjóðlega flug­vell­in­um í San Francisco. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert