Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að segja upp allt að sextán þúsund starfsmönnum 1. október vegna kórónuveirunnar.
Í júlí síðastliðnum gerði flugfélagið ráð fyrir því að segja upp 36 þúsund starfsmönnum, sem er helmingurinn af starfsfólki fyrirtækisins.
Að sögn flugfélagsins hafa snemmbúin eftirlaun og önnur atriði orðið til þess að minni þörf hefur verið á frekari niðurskurði. Vegna „eyðileggjandi“ áhrifa Covid-19 á flugsamgöngur þurfi samt sem áður að segja fólki upp.