Pelosi segist hafa verið göbbuð

Pelosi án grímu á hárgreiðslustofunni.
Pelosi án grímu á hárgreiðslustofunni. Ljósmynd/eSalon

Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, kveðst hafa verið göbbuð eftir að hún var mynduð á hár­greiðslu­stofu í San Francisco í Kali­forn­íu­ríki án and­lits­grímu en með því braut hún sóttvarnareglur borgaryfirvalda.

Samkvæmt þeim reglum mega hárgreiðslustofur ekki bjóða upp á þjónustu innandyra vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með mánudeginum mátti hins vegar klippa fólk utandyra.

„Ég tek ábyrgð á því að hafa treyst hárgreiðslustofu sem ég hef sótt í áraraðir,“ sagði Pelosi en áður hafði talsmaður demókrata í Kalíforníu sagt að fyrirtækið hefði leyfi fyrir einn viðskiptavin inni í einu. Pelosi hefði þar af leiðandi fylgt öllum reglum.

„Ég er ekki með grímu þegar ég þvæ hárið,“ bætti Pelosi við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert