Berlusconi lagður inn á sjúkrahús

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AFP

Sil­vio Berlusconi, fjöl­miðlamó­gúll og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits. Samkvæmt talsmanni hans er um varúðarráðstöfun að ræða.

Enn fremur sagði talsmaður Berlusconi að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi vegna ákveðinna einkenna tengdum veirunni.

Engin ástæða væri þó til að óttast neitt.

Berlusconi, sem verður 84 ára í lok þessa mánaðar, var um tíma eig­andi knatt­spyrnuliðsins AC Mil­an og á hann enn ráðandi hlut í fjöl­miðlaris­an­um Medi­a­set, sem er stærsta fjöl­miðlafyr­ir­tæki Ítal­íu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka