Greindu hjartslátt mánuði eftir sprengingar

Björgunarsveitir héldu í gær áfram leit að eftirlifendum eftir sprengingar í Beirút í Líbanon, sem lögðu stóran hluta hafnarsvæðis borgarinnar í rúst. Sérstakur nemi björgunarsveitar frá Síle nam hjartslátt í fyrradag og því var leit haldið áfram.

Alls lést 191 í sprengingunum 4. ágúst en sjö manns er enn saknað.

Í frétt AFP kemur fram að sami nemi hafi í dag numið mun veikari hjartslátt en í fyrradag. 

Fjölda fólks dreif að rústunum í gær og morgun í von um að fleiri væru þar á lífi en björgunarsveitarmenn ítreka að enginn hafi fundist enn.

Auk þeirra tæplega 200 sem létust í sprengingunum misstu um 300.000 heimili sín í þeim.

Björgunarsveitir við leit í rústum í Beirút.
Björgunarsveitir við leit í rústum í Beirút. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert