Maður grunaður um morð skotinn til bana

Lögregla skaut Michael Reinoehl til bana í Portland í Oregon-fylki …
Lögregla skaut Michael Reinoehl til bana í Portland í Oregon-fylki í gær. Mynd af vettvangi. AFP

Lög­reglu­yf­ir­völd í Port­land í Or­egon­ríki í Banda­ríkj­un­um skutu í gær­kvöldi til bana Michael Rein­oehl, sem grunaður er um að hafa skotið mót­mæl­anda til bana í borg­inni á dög­un­um. Þegar lög­regla ætlaði að hand­taka mann­inn og flytja í varðhald kom til skot­b­ar­daga sem endaði með því að lög­regla skaut mann­inn og lést hann sam­stund­is.

Hinn 29. ág­úst er Michael Rein­oehl, sem var liðsmaður Antifa-sam­tak­anna í Banda­ríkj­un­um sem berj­ast gegn því sem sam­tök­in telja upp­gang fas­isma vestra, sagður hafa skotið stuðnings­mann Don­alds Trumps, Aron J. Daniels­son, til bana.

Rein­oehl hef­ur verið stór­tæk­ur í mót­mæl­um í Portland­borg síðustu daga og er sagður hafa aðstoðað við skipu­lagn­ingu mót­mæl­anna, sem beint er gegn lög­reglu. Þá hafði hann sagt á sam­fé­lags­miðlum síðustu daga að hann óttaðist ekki að þurfa að beita of­beldi, málstað sín­um til stuðnings. „Við vilj­um ekki þurfa að grípa til of­beld­is en við mun­um ekki flýja und­an því held­ur,“ sagði Rein­oehl í in­sta­gram­færslu ný­verið.

Mik­il spenna

Mik­il mót­mæli hafa verið í Port­land síðustu daga, líkt og víðar um Banda­rík­in, þar sem lög­reglu­of­beldi og kerf­is­bund­inni kynþátta­hyggju er mót­mælt. Þar tak­ast á bæði þeir sem mót­mæla lög­regl­unni og fram­göngu henn­ar í garð svartra og öfga­hægris­innaðir stuðnings­menn Trumps Banda­ríkja­for­seta.

Víða í Port­land hef­ur komið til of­beld­is milli stuðnings­manna Trumps og þeirra sem mót­mæta kynþátta­hyggju í Banda­ríkj­un­um. Þá eru stuðnings­menn Trumps sagðir hafa keyrt upp að mót­mæl­end­um og skotið lit­bolt­um (e. paint­ball) að þeim og þeir svarað með því að kasta grjóti og öðrum lausa­mun­um í stuðnings­menn Trumps.

Gríðarleg spenna er víða um Banda­rík­in í aðdrag­anda for­seta­kosn­ing­anna sem fram fara eft­ir um tvo mánuði. Lög­reglu­yf­ir­völd í nokkr­um ríkj­um segja spenn­una milli stuðnings­manna re­públi­kana og demó­krata vera að aukast og muni lík­lega halda áfram að aukast eft­ir því sem nær dreg­ur kjör­degi.

Frétt New York Times.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert