Trump vill að Íranar þyrmi lífi glímukappa

Donald Trump á kosningafundi.
Donald Trump á kosningafundi. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur biðlað til ír­anskra stjórn­valda um að þyrma lífi glímukappa sem var dæmd­ur til dauða eft­ir að hafa verið fund­inn sek­ur um morð.

„Heyrði að Íran ætl­ar að taka af lífi frá­bæra og vin­sæla glím­u­stjörnu, Navid Af­karai sem er 27 ára, sem ein­göngu tók þátt í mót­mæl­um á göt­um úti,“ skrifaði Trump í óvenju­legu tísti þar sem hann beindi sjón­um að Írans­stjórn. 

„Til leiðtoga Írans, ég yrði mjög þakk­lát­ur ef þið þyrmduð lífi þessa unga manns og tækjuð hann ekki af lífi. Takk fyr­ir!“ tísti for­set­inn og lét fylgja með frétt Fox News um glímukapp­ann, bar­daga­sam­tök­in UFC og for­seta þess Dana White.

Mik­ill glímuaðdá­andi 

Trump hef­ur lengi verið aðdá­andi ým­issa teg­unda af glímu og þekk­ir White vel. For­set­inn hef­ur aft­ur á móti tekið harða af­stöðu gegn Íran síðan hann tók við embætti og beitt þjóðina viðskiptaþving­un­um.

Íranska rík­is­sjón­varpið greindi frá því í gær að Af­kari hefði verið dæmd­ur til dauða. Frétta­stof­an Miz­an On­line sagði að hann hefði verið fund­inn sek­ur um að hafa myrt verka­mann í Shiraz í suður­hluta Írans en hann var stung­inn til bana 2. ág­úst árið 2018. Þenn­an dag fóru fram mót­mæli í Shiraz og í fleiri borg­um í land­inu gegn ír­önsk­um stjórn­völd­um vegna slæmra efna­hags- og fé­lags­legra aðstæðna.  

Er­lend­ar frétta­stof­ur sögðu að Af­kari hefði verið fund­inn sek­ur eft­ir að hafa játað á sig morðið í kjöl­far pynt­inga. Her­ferð hófst í fram­hald­inu á net­inu þar sem kraf­ist var lausn­ar hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert