Viðurkenndi að hún væri ekki svört

Krug er dósent við George Washington háskólann í Washington.
Krug er dósent við George Washington háskólann í Washington. AFP

Dós­ent við Geor­ge Washingt­on-há­skóla í Washingt­on hef­ur viður­kennt að hún sé ekki í raun og veru svört, eins og hún hef­ur sjálf lengi haldið fram, held­ur sé hún af ætt­um gyðinga frá Kans­as.

Þetta viður­kenndi Jessica Krug í blogg­færslu á Medi­um, þar sem hún seg­ist hafa „byggt upp líf sitt á of­beld­is­fullri and-svartri lygi“.

BBC grein­ir frá.

Krug, sem er sér­fræðing­ur í afr­ísk­um fræðum, seg­ir í færsl­unni að hún hafi rang­lega tekið upp auðkenni sem hún ætti ekki rétt á. Hún seg­ist meðal ann­ars hafa þóst vera svört mann­eskja frá Norður-Afr­íku, svört mann­eskja með ræt­ur í Banda­ríkj­un­um, og svört mann­eskja með ræt­ur að rekja til Karíbahafs.

Þá kenn­ir hún geðræn­um vanda­mál­um og áföll­um sem hún varð fyr­ir í æsku um lyg­arn­ar, þótt þau af­saki ekki gjörðir henn­ar.

Svip­ar til máls Do­lezal

Máli Krug er talið svipa mikið til máls Rachel Do­lezal, bar­áttu­konu sem vakti at­hygli fjöl­miðla árið 2015 þegar í ljós kom að hún var ekki svört, eins og hún hélt sjálf fram, held­ur hvít.

Do­lezal sagðist „skil­greina sjálfa sig sem svarta“, og taldi hún raun­veru­leg­an upp­runa sinn ekki skipta máli í því máli.

Blogg­færsla Krug vakti hörð viðbrögð, ekki síst meðal koll­ega henn­ar og nem­enda.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert