WHO samþykki aðeins örugg bóluefni

Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO.
Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. AFP

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in WHO til­kynnti í dag að stofn­un­in myndi ekki veita bólu­efni bless­un nema gengið hafi verið úr skugga um að það sé ör­uggt og ár­ang­urs­ríkt.

Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebr­eyes­us, for­stjóri WHO, á sta­f­ræn­um blaðamanna­fundi í dag.

Víða um heim kepp­ast aðilar við að fram­leiða bólu­efni við kór­ónu­veirunni, en áhyggj­ur hafa vaknað um að of geyst sé farið í þróun bólu­efn­is­ins.

Meira en 26 millj­ón­ir manns hafa smit­ast af veirunni, og hundruð þúsunda hafa lát­ist. Efna­hags­legra áhrifa veirunn­ar gæt­ir einnig víða.

Tedros sagðist fagna mögu­leg­um bólu­efn­um sem eru nú á síðustu stig­um próf­un­ar og von­ast til þess að eitt þeirra muni verða aðgengi­legt von bráðar.

WHO gerir ekki ráð fyrir því að bóluefni verði aðgengilegt …
WHO ger­ir ekki ráð fyr­ir því að bólu­efni verði aðgengi­legt fyrr en um mitt næsta ár. AFP

Í dag greindi mbl.is frá því að WHO gerði ekki ráð fyr­ir út­breiddu bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni fyrr en um mitt næsta ár. Þá ít­rekuðu sam­tök­in að strangt eft­ir­lit þurfi að hafa með virkni og ör­yggi bólu­efna sem eru í þróun.

Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum tek­ur gjarn­an mörg ár til að ganga úr skugga um að bólu­efni sé hættu­laust og ár­ang­urs­ríkt, en spurn­in eft­ir bólu­efni við kór­ónu­veirunni er gríðarleg og því mik­il pressa að stytta þann tíma sem mest.

Tedros staðhæfði á fund­in­um að WHO myndi aðeins samþykkja bólu­efni sem væru ör­ugg og ár­ang­urs­rík.

Undir venjulegum kringumstæðum getur tekið mörg ár að þróa og …
Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum get­ur tekið mörg ár að þróa og samþykkja bólu­efni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert