150 smitaðir eftir trúarhátíð í Noregi

Stefna norskra stjórnvalda er að taka sýni, einangra smit og …
Stefna norskra stjórnvalda er að taka sýni, einangra smit og rekja þau ásamt því að senda þá sem útsettir eru í sóttkví. Mynd úr safni. AFP

Alls eru 150 smitaðir í norsku borg­un­um Frederikstad og Sarps­borg vegna hópsmits sem á upp­tök sín í trú­ar­sam­komu sem átti sér stað fyrr í vik­unni. Talið er að að minnsta kosti ein mann­eskja hafi verið smituð þegar hún mætti á hátíðar­höld­in. Alls eru 1.100 í sótt­kví vegna hópsmits­ins. NRK grein­ir frá þessu. 

Í gær­kvöldi voru níu ný smit staðfest í Sarps­borg sem tengj­ast trú­ar­hátíðinni og 40 í Frederikstad. 

„Þegar fjöldi til­fella er svona mik­ill mun ekki líða lang­ur tími þar til við miss­um stjórn á flutn­ings­leiðum smit­anna og verðum ófær um að hafa yf­ir­sýn yfir út­breiðsluna,“ seg­ir Sofie Lund Daniel­sen, yf­ir­lækn­ir í Frederikstad. 

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, seg­ir í sam­tali við NRK að yf­ir­völd fylg­ist grannt með hópsmit­inu. Hún tel­ur að nú sé mik­il­væg­ast að fylgja þeirri stefnu sem yf­ir­völd hafa sett til að ná stjórn á far­aldr­in­um. 

„Stefna okk­ar er að prófa, ein­angra og rekja smit og setja fólk í sótt­kví. Á meðan við sjá­um þetta sem staðbundið smit sem teng­ist ein­stök­um svæðum fylgj­um við þess­ari stefnu til að berj­ast gegn frek­ari út­breiðslu,“ seg­ir Sol­berg.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert