Banna streymi frá sjálfsvígi veiks manns

Alain Cocq hætti notkun lyfja og borðaði sína síðustu máltíð …
Alain Cocq hætti notkun lyfja og borðaði sína síðustu máltíð á miðnætti í gær. AFP

Tækn­iris­inn Face­book seg­ist ætla að stöðva streymi fransks karl­manns með ólækn­andi sjúk­dóm sem hugðist sýna frá síðustu dög­um ævi sinn­ar. 

Alain Cocq, sem er 57 ára, ákvað í gær­kvöldi að hætta notk­un allra lyfja og hætta að neyta mat­ar og drykkj­ar í því skyni að deyja inn­an nokk­urra daga. Cocq hafði sam­band við Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seta fyrr í sum­ar og fór þess á leit að for­set­inn end­ur­skoðaði lög sem banna dán­araðstoð í Frakklandi. For­set­inn varð ekki við því. 

Cocq býst við því að eiga nokkra daga eft­ir ólifaða. Hann hugðist streyma frá síðustu dög­um æv­inn­ar á Face­book. „Ég veit að ég mun finna fyr­ir meiri sárs­auka en nokk­urn tím­ann áður, í um fimm til sjö daga. Ég er ekki að gera þetta fyr­ir neina gægjuþörf. Ég vil upp­lýsa fólk um eitt­hvað sem all­ir þekkja en eng­inn vill tala um: sárs­auka. Ég kýs að sýna sárs­auka minn. Grund­vall­ar­regla lýðræðis­ins er að fólk á að hafa val. Dauðinn á að vera lýðræðis­leg­ur,“ sagði Cocq um þá ákvörðun sína að streyma frá síðustu and­ar­tök­um æv­inn­ar. 

Seg­ir um tak­mörk­un tján­ing­ar­frels­is að ræða

Face­book sagði í til­kynn­ingu fyrr í dag að það stríddi gegn regl­um miðils­ins að sýna frá sjálfs­vígi. 

„Jafn­vel þó að við virðum þá ákvörðun að vilja vekja at­hygli á þess­ari erfiðu spurn­ingu, eft­ir að hafa ráðfært okk­ur við sér­fræðinga, höf­um við gripið til ráðstaf­ana til þess að koma í veg fyr­ir streymi frá reikn­ingi Alain. Regl­ur okk­ar heim­ila ekki að sýna sjálfs­vígstilraun­ir,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Cocq hvatti fylgj­end­ur sín­ar til þess að senda Face­book skila­boð og fara fram á að streymið yrði leyft. „Þetta er í ykk­ar hönd­um núna. Segið þeim hvað ykk­ur finnst um aðferðir þeirra til að tak­marka tján­ing­ar­frelsið,“ sagði Cocq í færslu á Face­book fyrr í dag. 

Með streym­inu vildi Cocq sýna sárs­auk­ann sem frönsk lög hafa valdið hon­um með því að banna dán­araðstoð. Hann seg­ist vona að erfiðleik­ar hans síðustu daga æv­inn­ar verði í minn­um hafðir að hon­um látn­um og leiði til fram­fara þegar kem­ur að heim­ild­um Frakka til að óska eft­ir dán­araðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka