Breytir um tóntegund í fyrsta sinn í sjö ár

Tónverkið samanstendur af átta nótnasíðum sem spila á mjög hægt …
Tónverkið samanstendur af átta nótnasíðum sem spila á mjög hægt á píanó eða orgel. mbl.is/Golli

Aðdá­end­ur hafa streymt til kirkju í Þýskalandi til að heyra lag sem var­ir í 639 ár breyta um tón­teg­und í fyrsta sinn í sjö ár. Lagið, „As Slow As Possi­ble“ eft­ir John Cage, er lengsta og hæg­asta tón­verk heims. 

Spil­un lags­ins hófst fyr­ir 19 árum í Saint Burch­ar­di-kirkj­unni í borg­inni Hal­ber­sta­dt. Síðasta breyt­ing á tón­teg­und átti sér stað árið 2013. 

Tón­verkið sam­an­stend­ur af átta nótn­asíðum sem spila á mjög hægt á pí­anó eða org­el. Biðin eft­ir næstu tón­teg­und­ar­breyt­ingu verður ekki löng í sam­an­b­urði við síðustu bið eft­ir slíkri breyt­ingu en næst á tón­teg­und­in að breyt­ast 5. fe­brú­ar 2022. Lag­inu lýk­ur árið 2640. 

Cage lést árið 1992, þá 79 ára að aldri. Hann samdi verkið á ní­unda ára­tugn­um. Fræg­ast­ur er Cage fyr­ir tón­verkið 4'33" sem sam­an­stend­ur ein­fald­lega af fjög­urra mín­útna og 33 sek­úndna þögn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka