Aðdáendur hafa streymt til kirkju í Þýskalandi til að heyra lag sem varir í 639 ár breyta um tóntegund í fyrsta sinn í sjö ár. Lagið, „As Slow As Possible“ eftir John Cage, er lengsta og hægasta tónverk heims.
Spilun lagsins hófst fyrir 19 árum í Saint Burchardi-kirkjunni í borginni Halberstadt. Síðasta breyting á tóntegund átti sér stað árið 2013.
Tónverkið samanstendur af átta nótnasíðum sem spila á mjög hægt á píanó eða orgel. Biðin eftir næstu tóntegundarbreytingu verður ekki löng í samanburði við síðustu bið eftir slíkri breytingu en næst á tóntegundin að breytast 5. febrúar 2022. Laginu lýkur árið 2640.
Cage lést árið 1992, þá 79 ára að aldri. Hann samdi verkið á níunda áratugnum. Frægastur er Cage fyrir tónverkið 4'33" sem samanstendur einfaldlega af fjögurra mínútna og 33 sekúndna þögn.