„El Chapo“ áfrýjar lífstíðardómi

„El Chapo“ er hann var handtekinn.
„El Chapo“ er hann var handtekinn. AFP

Mexí­kóski eit­ur­lyfja­barón­inn Joaquin „Chapo“ Guzm­an hef­ur áfrýjað lífstíðardómi sem hann hlaut fyr­ir ári síðan í banda­rísk­um dóm­stóli fyr­ir að hafa smyglað hundruðum tonna af fíkni­efn­um inn í landið.

„El Chapo“, eins og hann hef­ur verið kallaður, hef­ur verið lát­inn dúsa í ein­angr­un í einu ramm­girt­asta fang­elsi Banda­ríkj­anna í rík­inu Col­orado.

Að sögn lög­manns „El Chap­ho“, Marc Fernich, fóru sak­sókn­ar­ar yfir strikið í rétt­ar­höld­um yfir hon­um og þess vegna verður mál­inu áfrýjað.

Hinn mexí­kóski 62 ára fyrr­ver­andi leiðtogi eit­ur­lyfja­hrings­ins Sinaloa var fund­inn sek­ur í fyrra um glæpi sem höfðu staðið yfir í um ald­ar­fjórðung. Meðal ann­ars var hann dæmd­ur fyr­ir að hafa flutt inn hundruð tonna af kókaíni, heróíni, metam­feta­míni og marijú­ana.

Ann­ar lögmaður Guzm­an sagði við AFP að ógilda ætti upp­haf­lega dóm­inn vegna þess að einn úr kviðdómn­um sagði við Vice News að hann og fleiri hafi fengið upp­lýs­ing­ar um málið í gegn­um fjöl­miðla og sam­fé­lags­miðla meðan á rétt­ar­höld­un­um stóð, sem er bannað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert