Faraldrinum er að ljúka

Björn Zoëga.
Björn Zoëga. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það eru næst­um eng­ir sjúk­ling­ar með covid-19 á spít­öl­un­um enda dreg­ur úr far­aldr­in­um með hverj­um deg­in­um sem líður,“ seg­ir Björn Zoëga, for­stjóri Karólínska sjúkra­húss­ins í Stokk­hólmi, stærsta sjúkra­húss Svíþjóðar, þegar hann er spurður um stöðu far­ald­urs­ins þar í landi.

Hann minn­ir á að þegar verst lét hafi 1.100 sjúk­ling­ar með kór­ónu­veiruna legið á spít­öl­un­um í Stokk­hólmi, þar af 170 á gjör­gæslu­deild­um. Nú séu sam­tals 30 covid-sjúk­ling­ar á sjúkra­hús­un­um og þar af þrír á gjör­gæslu. Þeir sem séu á gjör­gæslu­deild­um hafi legið þar lengi.

Nóg úrval er af grímum í verslunum í Svíþjóð.
Nóg úr­val er af grím­um í versl­un­um í Svíþjóð. AFP

16% með mót­efni í Stokk­hólmi

Kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn reis hratt í Svíþjóð en virðist nú vera að líða und­ir lok og ekki ból­ar á ann­arri bylgj­unni þar, eins og nú herj­ar í mörg­um lönd­um Evr­ópu, þar á meðal á Íslandi. Björn hef­ur rætt við starfs­fé­laga sína í stór­borg­um Evr­ópu, til dæm­is í Par­ís og Berlín, og seg­ir að ástandið þar sé al­var­legt.

Seg­ir hann að mik­ill fjöldi kór­ónu­veiru­prófa sé nú tek­inn, miðað við upp­haf far­ald­urs­ins þegar ekki var sama geta til rann­sókna. Verið er að gera um 16 þúsund kór­ónu­veiru­próf og 80 þúsund mót­efna­próf á viku.

Seg­ir Björn að búið sé að mót­efna­mæla um hálfa millj­ón íbúa á Stokk­hólms­svæðinu og hafi komið í ljós að meira en 16% þeirra séu með mót­efni fyr­ir kór­ónu­veirunni. „Það er ör­ugg­lega ein af ástæðunum fyr­ir því að veir­an er hægt og síg­andi að hverfa,“ seg­ir Björn. Marg­ir haldi að ekki komi önn­ur bylgja í Svíþjóð, aðeins minni hátt­ar aukn­ing.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert