Greindu hjartslátt en fundu engan á lífi

Björgunarsveitir leita fólks í rústum í Beirút, höfuðborg Líbanons.
Björgunarsveitir leita fólks í rústum í Beirút, höfuðborg Líbanons. AFP

Ekk­ert gekk í ör­vænt­ing­ar­fullri leit björg­un­ar­sveit­ar frá Síle í hrun­inni bygg­ingu í Gem­m­ayze-hverf­inu í Beirút í Líb­anon, mánuði eft­ir gríðarleg­ar spreng­ing­ar sem jöfnuðu nán­ast allt svæðið um­hverf­is höfn borg­ar­inn­ar við jörðu. 

Íbúar í Beirút héldu niðri í sér and­an­um eft­ir að lífs­merki greind­ust aft­ur í rúst­un­um á laug­ar­dags­morg­un. Björg­un­ar­sveit­in sendi þó frá sér leiðin­leg­ar frétt­ir seint í kvöld, frétt­ir um að leit­in hefði ekki borið ár­ang­ur. 

„Því miður get­um við sagt að það sé ekk­ert líf inn­an í bygg­ing­ar­inn­ar,“ sagði Francisco Lerm­anda, yf­ir­maður sveit­ar­inn­ar, á blaðamanna­fundi í kvöld. 

„Við út­bjugg­um göng sem gátu fært fólk niður í bygg­ing­una og tvær björg­un­ar­kon­ur fóru niður um þau vegna sérþekk­ing­ar sinn­ar og stærðar. Þær fundu eng­an svo við get­um loks­ins sagt með vissu að eng­inn hafi verið þarna inni,“ bætti Francisco við. 

Nam sterk­an hjart­slátt í morg­un

Björg­un­ar­sveit­in ætl­ar að halda áfram að leita í rúst­um við gang­stétt­ina við húsið eitt­hvað fram á nótt. Fyrst var leit­ar­hópn­um gert viðvart um að ein­hver gæti hugs­an­lega verið inni í bygg­ing­unni á fimmtu­dag af leit­ar­hund­in­um Flash sem er þjálfaður í að leita að fólki. 

Sér­stak­ur nemi björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar frá Síle nam hjart­slátt í kring­um 17 slög á mín­útu á fimmtu­dag. Nem­inn skynjaði hjart­slátt sem barst frá stiga­gangi á milli bygg­ing­ar­inn­ar og versl­un­ar. Á föstu­dag nam nem­inn veik­ari hjart­slátt. Þegar nem­inn var svo prófaður í morg­un nam hann sterk­an hjart­slátt og and­ar­drátt. 

Þrátt fyr­ir það fundu björg­un­ar­sveit­ir eng­an í hús­inu. 

Alls lést 191 í spreng­ing­un­um 4. ág­úst en sjö er enn saknað. Auk þess misstu um 300.000 heim­ili sitt í spreng­ing­un­um.

Frétt ABC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka