Handteknir á mótmælum gegn útgöngubanni

Ástralska lögreglan stöðvar mótmælendur.
Ástralska lögreglan stöðvar mótmælendur. AFP

Meira en tug­ur manna sem mót­mælti út­göngu­banni var hand­tek­inn í borg­inni Mel­bour­ne í Ástr­al­íu. Nokk­ur hundruð mót­mæl­end­ur hunsuðu sótt­varn­a­regl­ur og tóku þátt þess­um ólög­legu mót­mæl­um sem beind­ust að viðbrögðum stjórn­valda vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Þó nokkr­ir hóp­ar sem halda úti net­síðum með sam­særis­kenn­ing­um í tengsl­um við veiruna og út­göngu­bannið stóðu á bak við mót­mæl­in. Þess var kraf­ist að bann­inu lyki. 

AFP

Hóp­ur lög­regluþjóna var á staðnum og hand­tók sautján manns á sama tíma og hóp­ur­inn hrópaði „frelsi“ og „gabb“ fyr­ir fram­an lög­regluþjón­ana, sem reyndu ít­rekað að sundra hópn­um.

Tveir mót­mæl­end­ur sáust lyfta hand­leggj­um sín­um með nas­ista­kveðju og kölluðu „Heil Dan“. Líktu þeir Daniel Andrews, rík­is­stjóra í Vikt­oríu, við Ad­olf Hitler.

Að minnsta kosti 160 manns voru sektaðir fyr­ir að brjóta lög um sótt­varn­ir.

AFP

Þó nokkr­ir sem voru á vett­vangi sögðu AFP-frétta­stof­unni að þeir væru að mót­mæla viðbrögðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar við far­aldr­in­um, sem hef­ur orðið rúm­lega 865 þúsund manns að bana víðs veg­ar um heim­inn.

Yfir 26.200 til­felli kór­ónu­veirunn­ar hafa greinst í Ástr­al­íu og 748 manns hafa lát­ist en um 25 millj­ón­ir búa í Ástr­al­íu.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka