Kallar blaðamann Fox News „skíthæl“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsir blaðamanni, sem sagði að Trump hefði sagt að látnir bandarískir hermenn væru „aumingjar“ og „kjánar“, sem „skíthæl“ og kallar eftir því að hann verði rekinn. BBC greindi frá þessu.

Samtök hermanna eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt meint ummæli Trumps, einungis tæpum tveimur mánuðum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. 

Blaðamaðurinn sem um ræðir heitir Jennifer Griffin og starfar fyrir Fox News. Hún staðfesti það í þræði á Twitter að Trump hefði látið ummælin falla, spurt hvers vegna fólk vildi eiginlega verða hermenn og ekki viljað heiðra hermenn sem létust í stríði og hvíla í Aisne-Marne-kirkjugaðinum í Frakklandi. 

Áður en Griffin staðfesti ummælin hafði Atlantic-tímaritið birt grein þar sem staðhæft var að hann hefði látið þau falla og hætt við heimsókn í umræddan kirkjugarð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert