Kallar blaðamann Fox News „skíthæl“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lýs­ir blaðamanni, sem sagði að Trump hefði sagt að látn­ir banda­rísk­ir her­menn væru „aum­ingj­ar“ og „kján­ar“, sem „skít­hæl“ og kall­ar eft­ir því að hann verði rek­inn. BBC greindi frá þessu.

Sam­tök her­manna eru á meðal þeirra sem hafa for­dæmt meint um­mæli Trumps, ein­ung­is tæp­um tveim­ur mánuðum fyr­ir for­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­un­um. 

Blaðamaður­inn sem um ræðir heit­ir Jenni­fer Griff­in og starfar fyr­ir Fox News. Hún staðfesti það í þræði á Twitter að Trump hefði látið um­mæl­in falla, spurt hvers vegna fólk vildi eig­in­lega verða her­menn og ekki viljað heiðra her­menn sem lét­ust í stríði og hvíla í Aisne-Mar­ne-kirkjugaðinum í Frakklandi. 

Áður en Griff­in staðfesti um­mæl­in hafði Atlantic-tíma­ritið birt grein þar sem staðhæft var að hann hefði látið þau falla og hætt við heim­sókn í um­rædd­an kirkju­g­arð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert