Kennir ekki við skólann í haust

George Washington-skólinn í Washington.
George Washington-skólinn í Washington. AFP

Jessica Krug, pró­fess­or við Geor­ge Washingt­on-há­skóla sem viður­kenndi að hún sé í raun og veru ekki svört, mun ekki kenna við skól­ann á þess­ari önn.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá skól­an­um. Ekki kem­ur fram hvert fram­haldið verður hjá henni.

„Við átt­um okk­ur á þeim sárs­auka sem þetta mál hef­ur valdið mörg­um í sam­fé­lagi okk­ar,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

Krug viður­kenndi í blogg­færslu sinni að hún sé af ætt­um gyðinga frá Kans­as. Hún sagðist hafa „byggt líf sitt upp á of­beld­is­fullri og svartri lygi“. Krug, sem er sér­fræðing­ur í afr­ísk­um fræðum, sagði í færsl­unni að hún hefði rang­lega tekið upp auðkenni sem hún ætti ekki rétt á. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert