Jessica Krug, prófessor við George Washington-háskóla sem viðurkenndi að hún sé í raun og veru ekki svört, mun ekki kenna við skólann á þessari önn.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skólanum. Ekki kemur fram hvert framhaldið verður hjá henni.
„Við áttum okkur á þeim sársauka sem þetta mál hefur valdið mörgum í samfélagi okkar,“ sagði í yfirlýsingunni.
Krug viðurkenndi í bloggfærslu sinni að hún sé af ættum gyðinga frá Kansas. Hún sagðist hafa „byggt líf sitt upp á ofbeldisfullri og svartri lygi“. Krug, sem er sérfræðingur í afrískum fræðum, sagði í færslunni að hún hefði ranglega tekið upp auðkenni sem hún ætti ekki rétt á.
An associate professor at George Washington University, Jessica A. Krug wrote extensively about Africa, Latin America, the diaspora and identity, all while portraying herself as Black. But the whole time, she was lying. She is White. https://t.co/SFQ33nAUx1
— CNN (@CNN) September 4, 2020