Melania Trump kemur eiginmanninum til varnar

Melania Trump brosir til eiginmanns síns í ágúst síðastliðnum.
Melania Trump brosir til eiginmanns síns í ágúst síðastliðnum. AFP

Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur komið eiginmanni sínum til varnar vegna ásakana um að hann hafi látið niðrandi ummæli falla um fallna bandaríska hermenn í kirkjugarði í Frakklandi.

Í tímaritinu The Atlantic kemur fram að hann hafi kallað þá „aumingja“ og „kjána“ fyrir að hafa verið drepnir í stríði.

Forsetafrúin vísaði ásökununum á bug, rétt eins og eiginmaður hennar hefur gert, og sagði þær ósannar.

„Hlutirnir eru orðnir mjög hættulegir þegar ónafngreindum heimildarmönnum er trúað umfram allt annað og enginn veit hvað stendur þar að baki. Þetta er ekki blaðamennska, þarna eru aðgerðasinnar að verki. Og þetta hjálpar ekki almenningi í okkar frábæra landi,“ tísti hún á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert