Melania Trump kemur eiginmanninum til varnar

Melania Trump brosir til eiginmanns síns í ágúst síðastliðnum.
Melania Trump brosir til eiginmanns síns í ágúst síðastliðnum. AFP

Mel­ania Trump, for­setafrú Banda­ríkj­anna, hef­ur komið eig­in­manni sín­um til varn­ar vegna ásak­ana um að hann hafi látið niðrandi um­mæli falla um fallna banda­ríska her­menn í kirkju­g­arði í Frakklandi.

Í tíma­rit­inu The Atlantic kem­ur fram að hann hafi kallað þá „aum­ingja“ og „kjána“ fyr­ir að hafa verið drepn­ir í stríði.

For­setafrú­in vísaði ásök­un­un­um á bug, rétt eins og eig­inmaður henn­ar hef­ur gert, og sagði þær ósann­ar.

„Hlut­irn­ir eru orðnir mjög hættu­leg­ir þegar ónafn­greind­um heim­ild­ar­mönn­um er trúað um­fram allt annað og eng­inn veit hvað stend­ur þar að baki. Þetta er ekki blaðamennska, þarna eru aðgerðasinn­ar að verki. Og þetta hjálp­ar ekki al­menn­ingi í okk­ar frá­bæra landi,“ tísti hún á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka