Segist saklaus af ákæru um kynferðisbrot

Íbúar Kenosha hafa mótmælt lögregluofbeldi í Bandaríkjunum í kjölfar þess …
Íbúar Kenosha hafa mótmælt lögregluofbeldi í Bandaríkjunum í kjölfar þess að Blake var skotinn 7 sinnum í bakið af lögreglu. AFP

Jacob Bla­ke, svart­ur banda­rísk­ur karl­maður sem lög­reglu­menn í borg­inni Kenosha í Wiscons­in­ríki skutu sjö sinn­um í bakið, lýs­ir sig sak­laus­an af ákær­um sem lög­regla lagði fram áður en at­vikið átti sér stað.

Bla­ke, sem er á sjúkra­húsi og sagður lamaður fyr­ir neðan mitti, er ákærður fyr­ir að hafa farið inn á eign ann­ars í leyf­is­leysi, kyn­ferðis­brot og óspekt­ir sem fyrr­ver­andi kær­asta hans hef­ur sakað hann um. Fram kem­ur í ákær­unni að kon­an saki hann um að hafa brotið kyn­ferðis­lega gegn sér í maí og stolið greiðslu­korti og bíllykl­um þegar hann flúði vett­vang. 

Ákær­urn­ar voru lagðar fram í júlí og tengj­ast ekki skotárás­inni sem varð 23. ág­úst. Bú­ist er við að rétt­ar­höld yfir hon­um í mál­inu hefj­ist síðar á þessu ári. Sam­kvæmt BBC var Bla­ke eft­ir­lýst­ur vegna ákær­anna þegar hann var skot­inn af lög­reglu. 

Bla­ke kom fyr­ir dóm­ara á föstu­dag á mynd­bands­fundi frá sjúkra­hús­inu og lýsti sig sak­laus­an af ákær­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka