Þúsundir punda í sektir vegna partía

Mikil aukning hefur verið á kórónuveirusmitum í ensku borginni Leeds.
Mikil aukning hefur verið á kórónuveirusmitum í ensku borginni Leeds. AFP

Vegna mik­ill­ar fjölg­un­ar teita og ólög­legra rave-partía hef­ur ungt fólk í ensku borg­inni Leeds verið beðið að huga bet­ur að sótt­vörn­um.

Sjö 10.000 punda sekt­ir hafa verið af­hent­ar for­sprökk­um slíkra sam­koma í borg­inni sem fram fóru síðustu helgi, að sögn for­seta borg­ar­stjórn­ar.

The Guar­di­an grein­ir frá.

Judith Bla­ke, for­seti borg­ar­stjórn­ar í Leeds, seg­ir að til­fell­um þar sem ungt fólk grein­ist smitað með kór­ónu­veiruna hafi fjölgað mjög og hvet­ur hún ungt fólk til að taka meiri ábyrgð og aðstoða við að sporna gegn út­breiðslu veirunn­ar.

Inn­an við 3% smitaðra eldri en 80 ára

Sam­kvæmt grein­ingu frá Pu­blic Health Eng­land eru tveir þriðju þeirra sem smit­ast hafa af veirunni þar í landi yngri en 40 ára.

Fimmt­ung­ur þeirra sem hafa smit­ast er eldri en 50 ára og aðeins 3% eru eldri en 80 ára en voru 28% í mars.

Borg­ar­stjórn­in í Leeds vinn­ur núna í nánu sam­starfi við há­skóla í borg­inni við að und­ir­búa komu há­skóla­nema á næstu dög­um. Til greina kem­ur að skima sér­stak­lega fyr­ir veirunni á meðal nem­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert