Að minnsta kosti tólf fórust og tugir særðust eftir að sprenging varð í mosku í Bangladess.
Grunur leikur á um að um gassprengingu hafi verið að ræða, að sögn lögreglunnar. Sprengingin varð í miðri bænastund í gærkvöldi í hverfinu Narayanganj.
Rannsakendur telja að neisti úr loftræstikerfi, sem kviknaði eftir að rafmagn hafði farið af, hafi valdið gaslekanum.
„Gas sem hafði lekið komst inn í moskuna,“ sagði slökkviliðsstjórinn Abdullah Al Arefin við AFP-fréttastofuna.
„Þegar þau lokuðu gluggunum og dyrunum og kveiktu á loftræstingunni kom rafmagnsneisti sem leiddi til sprengingar inni í moskunni.“ Að sögn lögreglu slösuðust að minnsta kosti 45 manneskjur í sprengingunni og hlutu flestir slæm brunasár.