Tólf fórust í gassprengingu í mosku

Sorgmæddir ættingjar eins fórnarlamba sprengingarinnar.
Sorgmæddir ættingjar eins fórnarlamba sprengingarinnar. AFP

Að minnsta kosti tólf fór­ust og tug­ir særðust eft­ir að spreng­ing varð í mosku í Bangla­dess.

Grun­ur leik­ur á um að um gasspreng­ingu hafi verið að ræða, að sögn lög­regl­unn­ar. Spreng­ing­in varð í miðri bæna­stund í gær­kvöldi í hverf­inu Narayang­anj.

Rann­sak­end­ur telja að neisti úr loftræsti­kerfi, sem kviknaði eft­ir að raf­magn hafði farið af, hafi valdið gas­lek­an­um.

„Gas sem hafði lekið komst inn í mosk­una,“ sagði slökkviliðsstjór­inn Abdullah Al Aref­in við AFP-frétta­stof­una.

„Þegar þau lokuðu glugg­un­um og dyr­un­um og kveiktu á loftræst­ing­unni kom raf­magnsneisti sem leiddi til spreng­ing­ar inni í mosk­unni.“ Að sögn lög­reglu slösuðust að minnsta kosti 45 mann­eskj­ur í spreng­ing­unni og hlutu flest­ir slæm bruna­sár.  

Ættingjar syrgja eitt fórnarlambann.
Ætt­ingj­ar syrgja eitt fórn­ar­lambann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert