Bátar stuðningsmanna Trumps sukku

Farþegar um borð í bátunum eru stuðningsmenn forsetans.
Farþegar um borð í bátunum eru stuðningsmenn forsetans. AFP

Fjöl­marg­ir bát­ar sukku á Tra­vis-vatni í Texas-ríki í gær, en fjöldi báta­eig­enda, sem styðja Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, hafði komið sam­an á vatn­inu. 

Yf­ir­völd telja að vatnið hafi verið óvenju­lega úfið vegna fjölda bát­anna sem voru of ná­lægt hver öðrum. 

Fram kem­ur á BBC að björg­un­araðilar hafi náð fólki upp úr vatn­inu en eng­inn hafi slasast. Viðburður­inn, sem var kallaður Lake Tra­vis Trump-báta­sýn­ing­in, var skipu­lagður á Face­book. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka