Einn látinn og tveir alvarlega særðir

Starfsmaður lögreglunnar á vettvangi í morgun.
Starfsmaður lögreglunnar á vettvangi í morgun. AFP

Einn maður var drep­inn og tveir til viðbót­ar særðust al­var­lega í „handa­hófs­kennd­um“ hnífstungu­árás­um sem stóðu yfir í nokkr­ar klukku­stund­ir í ensku borg­inni Bir­ming­ham.

Einn er grunaður um árás­ina og er hans leitað af lög­regl­unni. Útköll bár­ust um árás­ir á fjór­um mis­mun­andi stöðum í borg­inni á milli klukk­an hálftólf í gær­kvöldi og hálfþrjú í nótt.

Lög­regl­an úti­lok­ar að um hryðju­verk, hat­urs­glæp eða of­beldi glæpa­gengja hafi verið að ræða.

„Svo virðist sem ráðist hafi verið handa­hófs­kennt á fólk,“ sagði lög­reglu­stjór­inn Steve Gra­ham.

Lögreglan girðir af Edmund-stræti eftir hnífaárásirnar.
Lög­regl­an girðir af Ed­mund-stræti eft­ir hnífa­árás­irn­ar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka