Einn maður var drepinn og tveir til viðbótar særðust alvarlega í „handahófskenndum“ hnífstunguárásum sem stóðu yfir í nokkrar klukkustundir í ensku borginni Birmingham.
Einn er grunaður um árásina og er hans leitað af lögreglunni. Útköll bárust um árásir á fjórum mismunandi stöðum í borginni á milli klukkan hálftólf í gærkvöldi og hálfþrjú í nótt.
Lögreglan útilokar að um hryðjuverk, hatursglæp eða ofbeldi glæpagengja hafi verið að ræða.
„Svo virðist sem ráðist hafi verið handahófskennt á fólk,“ sagði lögreglustjórinn Steve Graham.
#BREAKING | We can now confirm that we have launched a murder investigation following last night's events.
— West Midlands Police (@WMPolice) September 6, 2020
A man has died and another man and a woman have suffered serious injuries. Five others have also been injured. Full story ⬇️https://t.co/zM79l7hJWV