„Ekkert nema sársauki“

Jacob Blake sendi stuðningsmönnum sínum skilaboð í gegnum myndband.
Jacob Blake sendi stuðningsmönnum sínum skilaboð í gegnum myndband. AFP

Jacob Bla­ke, svart­ur banda­rísk­ur karl­maður sem var skot­inn sjö sinn­um í bakið af lög­reglu í borg­inni Kenosha í Wiscons­in-ríki, sendi stuðnings­mönn­um sín­um skila­boð í gegn­um mynd­band frá sjúkra­hús­inu þar sem hann hef­ur fengið aðhlynn­ingu frá 23. ág­úst. 

„Það er sárt að anda,“ sagði Bla­ke sem seg­ist enn frem­ur upp­lifa stöðugan sárs­auka. Þrátt fyr­ir meiðsli sín, sem að öll­um lík­ind­um hafa lamað hann fyr­ir neðan mitti, sagði Bla­ke að það væri margt til þess að lifa fyr­ir. 

„Líf þitt, og ekki bara líf þitt fæt­urn­ir þínir líka, eitt­hvað sem þú þarft til að hreyfa þig – það get­ur verið tekið frá þér á svip­stundu,“ sagði Bla­ke og smellti fingr­un­um. „Tutt­ugu og fjór­ar klukku­stund­ir á sól­ar­hring, ekk­ert nema sárs­auki,“ sagði Bla­ke. „Það er sárt að anda, það er sárt að sofa, það er sárt að hreyfa sig, það er sárt að borða.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert