Elti flugu, sprengdi húsið

Ljósmynd/Wikipedia.org

Fransk­ur maður sprengdi hluta af húsi sínu í loft upp þegar hann reyndi að drepa flugu. Maður­inn, sem er á níræðis­aldri, var í þann mund að fá sér kvöld­verð þegar fluga sem suðaði í kring um hann byrjaði að fara í taug­arn­ar á hon­um. BBC grein­ir frá.

Maður­inn greip í raf­magns­flugna­spaða sem er hannaður til að drepa flug­ur og byrjaði að slá til flug­unn­ar. Það vildi þó ekki bet­ur til en svo að gas­hylki á heim­ili hans lak á sama tíma. Snert­ing hylk­is­ins og spaðans setti af stað spreng­ingu sem gjör­eyðilagði eld­húsið og hluta af þaki húss manns­ins. 

Maður­inn slapp nán­ast ómeidd­ur frá þess­um háska­leik en eitt­hvað brennd­ur á hendi. Örlög flug­unn­ar eru þó ókunn. Maður­inn býr nú á tjaldsvæði á meðan fjöl­skylda hans sinn­ir viðgerðum á hús­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert