Karl í ískrapinu (myndskeið)

Josef Köberl er engin kuldaskræfa.
Josef Köberl er engin kuldaskræfa. Skjáskot úr myndskeiði BBC

Aust­ur­rísk­ur karl­maður hef­ur sett nýtt níst­ingskalt heims­met, en kapp­inn stóð ofan í stór­um ís­fyllt­um kassa í tvo og hálf­an tíma, aðeins íklædd­ur laufléttri lenda­skýlu.

Maður­inn, Jos­ef Kö­berl, sló þar með eigið met sem hann setti í fyrra, þar sem all­ur lík­am­inn er þak­inn ís. Hann bætti það núna um 25 mín­út­ur, hvorki meira né minna. BBC grein­ir frá. 

Hér fyr­ir neðan má sjá mynd­skeið sem sýn­ir Kö­berl á köld­um klaka. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka