Austurrískur karlmaður hefur sett nýtt nístingskalt heimsmet, en kappinn stóð ofan í stórum ísfylltum kassa í tvo og hálfan tíma, aðeins íklæddur laufléttri lendaskýlu.
Maðurinn, Josef Köberl, sló þar með eigið met sem hann setti í fyrra, þar sem allur líkaminn er þakinn ís. Hann bætti það núna um 25 mínútur, hvorki meira né minna. BBC greinir frá.
Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem sýnir Köberl á köldum klaka.