Kaupir hús fyrir 28 ára viskísafn

Matthew sagði í samtali við BBC að viskíflöskurnar væru „líklega …
Matthew sagði í samtali við BBC að viskíflöskurnar væru „líklega ekki“ besta gjöfin fyrir ungan dreng en þeim hafi fylgt „strangar leiðbeiningar um að opna þær aldrei“. Myndin er úr safni. DAVID GRAY

Karl­maður sem varð þeirr­ar gæfu aðnjót­andi að faðir hans gaf hon­um 18 ára gam­alt viskí á hverj­um af­mæl­is­degi son­ar­ins sel­ur nú safnið til þess að kaupa sér hús. BBC grein­ir frá.

Son­ur­inn, Matt­hew Rob­son, fædd­ist árið 1992 og í gegn­um öll hans ár á jörðinni hef­ur Pete, faðir Matt­hews, eytt 5.000 pund­um, eða sem nem­ur tæpri millj­ón ís­lenskra króna, í viskí­k­aup fyr­ir son sinn en um er að ræða 28 flösk­ur af Macall­an-malt­viskíi. 

Viskís­afnið er nú virði ríf­lega 40.000 punda, eða sem nem­ur rúm­um sjö millj­ón­um króna. 

Strang­ar leiðbein­ing­ar um að opna ekki flösk­urn­ar

Matt­hew sagði í sam­tali við BBC að viskíflösk­urn­ar væru „lík­lega ekki“ besta gjöf­in fyr­ir ung­an dreng en þeim hefðu fylgt „strang­ar leiðbein­ing­ar um að opna þær aldrei“. 

„Á hverju ein­asta ári fékk ég flösku í af­mæl­is­gjöf,“ sagði Matt­hew. „Mér fannst þetta vera svo­lítið skrýt­in gjöf og ég var aðeins of ung­ur til að byrja að drekka. En flösk­un­um fylgdu strang­ar leiðbein­ing­ar um að opna þær aldrei og mér tókst það svo þær eru all­ar óopnaðar.“

„Ég taldi að það yrði áhuga­vert ef ég keypti eina flösku á hverju af­mæli hans og hann myndi að lok­um enda með 18 flösk­ur á 18 ára af­mæli sínu,“ sagði Pete, faðir Matt­hews, í sam­tali við BBC. 

„Þetta var ekki eina gjöf­in sem við gáf­um hon­um samt. Þetta átti bara að vera sér­stök gjöf en sem bet­ur fer héld­um við þessu áfram.“

Hef­ur nú þegar fengið fyr­ir­spurn­ir

Síðan Pete hóf að gefa syni sín­um viskíið hef­ur Macall­an-viskí orðið að safn­grip. Matt­hew von­ast til að geta selt safnið fyr­ir 40.000 pund og notað pen­ing­inn í út­borg­un í hús. 

„Virði Macall­an-viskís hef­ur vaxið mikið á síðustu fimm til tíu árum,“ sagði Matt­hew. 

Matt­hew sagði að hann hefði nú þegar fengið fyr­ir­spurn­ir um safnið, mest frá mögu­leg­um kaup­end­um í New York og Asíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka