Kröftugur fellibylur gekk á land í suðurhluta Japans í morgun. Ráðamenn hafa varað við því að mikil rigning muni fylgja honum ásamt roki sem gæti fellt rafmagnslínur og velt bílum um koll.
Fellibylurinn Haishen er flokkaður sem „stór“ og „virkilega kröftugur“. Yfir þrjár milljónir Japana, aðallega á eyjunni Kyushu, hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Að sögn japönsku veðurstofunnar er ólíklegt að hæsta viðvörun verði gefin út vegna fellibyljarins vegna þess að hann hefur veikst frá fyrstu veðurspám.