Kröftugur fellibylur á japanskri grundu

Fellibylurinn Haiseh gengur á land í suðurhluta Japans.
Fellibylurinn Haiseh gengur á land í suðurhluta Japans. AFP

Kröft­ug­ur felli­byl­ur gekk á land í suður­hluta Jap­ans í morg­un. Ráðamenn hafa varað við því að mik­il rign­ing muni fylgja hon­um ásamt roki sem gæti fellt raf­magns­lín­ur og velt bíl­um um koll.

Felli­byl­ur­inn Hais­hen er flokkaður sem „stór“ og „virki­lega kröft­ug­ur“. Yfir þrjár millj­ón­ir Jap­ana, aðallega á eyj­unni Kyus­hu, hafa þurft að yf­ir­gefa heim­ili sín.

Að sögn japönsku veður­stof­unn­ar er ólík­legt að hæsta viðvör­un verði gef­in út vegna felli­bylj­ar­ins vegna þess að hann hef­ur veikst frá fyrstu veður­spám.

Kona á gangi í Kagoshima.
Kona á gangi í Kagos­hima. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka