Líffræðingur og verkfræðingur á sjúkrabíl

Magdalene Langset, líffræðingur hjá Náttúrurannsóknastofnun Noregs, og Tom Natland Fagerhaug, …
Magdalene Langset, líffræðingur hjá Náttúrurannsóknastofnun Noregs, og Tom Natland Fagerhaug, verkfræðingur hjá ríkisolíufyrirtækinu Equinor, í nýlegu viðtali við norskt sjónvarp. Að loknum hefðbundnum vinnudegi bíður þeirra akstur sjúkrabifreiðar í Þrándheimi langt fram á kvöld og segjast þau fagna því að fá tækifæri til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar gegn kórónuveirunni. Ljósmynd/Rauði krossinn í Þrándheimi/Marita Hoel Fossen

All­ar göt­ur síðan í mars hafa sjálf­boðaliðar frá Rauða kross­in­um í Nor­egi, með til­skil­in rétt­indi, setið und­ir stýri sjúkra­bif­reiða um all­an Nor­eg til að draga úr álag­inu á fast­ar áhafn­ir bif­reiðanna í þeim stór­aukna fjölda út­kalla sem fylgt hef­ur far­aldri kór­ónu­veirunn­ar og er nú svo komið að út­köll með sjálf­boðaliða und­ir stýri eru orðin yfir eitt þúsund í borg­un­um Ósló, Ber­gen, Stavan­ger og Þránd­heimi ein­um.

Á síðast­nefnda staðnum hafa átta til tíu sjálf­boðaliðar skipt sjúkra­bif­reiðaakstr­in­um á milli sín og ekið sam­tals 1.027 klukku­stund­ir síðan í vor. „Rauða kross­in­um í Þránd­heimi barst fyr­ir­spurn frá St. Olavs-sjúkra­hús­inu í mars um hvort við gæt­um út­vegað öku­menn í sjálf­boðavinnu,“ seg­ir Ma­rita Hoel Fossen, fram­kvæmda­stjóri Rauða kross­ins í Þránd­heimi, í sam­tali við mbl.is.

Mikið álag á fáar mann­eskj­ur

Hún seg­ir þetta hafa verið auðsótt mál, samn­ing­ur um vinnu­fram­lagið hafi legið fyr­ir skömmu síðar og svo hafi akst­ur­inn haf­ist. „Fyrst ók okk­ar fólk sjö daga í viku, en þeim fækkaði svo niður í fimm í maí og svo gerðum við hlé hluta af júlí svo mann­skap­ur­inn fengi að hvíla sig,“ seg­ir Fossen, en sjálf­boðaliðar Rauða kross­ins vinna all­ir önn­ur störf í ofanálag enda hef­ur akst­ur­inn að mestu farið fram tíma­bilið klukk­an 17 til 23.

„Þetta er búið að vera mikið vinnu­álag á fáar mann­eskj­ur, þeir sem taka þátt þurfa að hafa lokið þeim nám­skeiðum sem kraf­ist er til sjúkra­flutn­inga og það eru þessi tíu í deild­inni hjá okk­ur sem upp­fylla þær kröf­ur,“ seg­ir Fossen.

Þrátt fyr­ir mikla vinnu seg­ir hún sjálf­boðaliðana yfir sig ánægða með að fá að leggja lóð sín á vog­ar­skál­arn­ar og taka þátt í þeirri miklu sam­stöðu sem ein­kenn­andi hafi verið fyr­ir kór­ónu­hrjáða norska þjóð síðan snemma í vor.

Líf­fræðing­ur og verk­fræðing­ur aka

„Við erum mjög stolt af þeim, þau koma beint úr dag­vinnu í að keyra sjúkra­bíl langt fram á kvöld, mörg kvöld í viku, og eins hef­ur starfs­fólk sjúkra­húss­ins verið ákaf­lega þakk­látt og ánægt með hvað sam­starfið hef­ur létt því lífið,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Magda­lene Lang­set, líf­fræðing­ur hjá Nátt­úru­rann­sókna­stofn­un Nor­egs, og Tom Natland Fager­haug, verk­fræðing­ur hjá rík­is­olíu­fyr­ir­tæk­inu Equin­or, eru í hópi sjálf­boðaliðanna sem hafa setið und­ir stýri sjúkra­bif­reiða á göt­um Þránd­heims frá því þeirra vinnu­degi lýk­ur og langt fram á kvöld mánuðum sam­an.

Marita Hoel Fossen, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Þrándheimi, segir vinnuálagið …
Ma­rita Hoel Fossen, fram­kvæmda­stjóri Rauða kross­ins í Þránd­heimi, seg­ir vinnu­álagið hafa verið mikið á fáar mann­eskj­ur síðan sjálf­boðaliðar Rauða kross­ins tóku að létta und­ir með starfs­fólki St. Olavs-sjúkra­húss­ins í vor. Ljós­mynd/​Rauði kross­inn í Þránd­heimi

Þau kveðast í sjö­unda himni yfir að geta létt starfs­fólki sjúkra­húss­ins lífið þótt vissu­lega hafi álagið verið mjög mikið á tíma­bili þegar þau voru við akst­ur­inn sjö daga vik­unn­ar. Nú aka þau þrjú kvöld í viku.

Lang­set og Natland höfðu rétt­indi til sjúkra­flutn­inga fyr­ir, en þurftu að bæta við sig sér­stöku sótt­varna­nám­skeiði áður en þau hófu akst­ur­inn í vor. Mest hafa þau sinnt út­köll­um þar sem ekki er um bráðatil­felli að ræða, en á móti kem­ur að út­köll­in taka að jafnaði lengri tíma þegar áhöfn sjúkra­bif­reiðar­inn­ar get­ur lokið mál­inu á vett­vangi án þess að flytja þann sem sinnt er á sjúkra­húsið.

Sjálf­boðaliðafyr­ir­komu­lag Rauða kross­ins er starf­rækt í 39 norsk­um sveit­ar­fé­lög­um og þykir hafa gefið góða raun síðan skór­inn tók að kreppa í veiru­mál­um um miðjan mars. Sjálf­ir láta sjálf­boðaliðarn­ir vel af, en auk þess að sýna sam­stöðu á krefj­andi tím­um í lýðheilsu­mál­um öðlast þeir dýr­mæta reynslu sem nýt­ist við aðra starf­semi Rauða kross­ins, hvort tveggja nú sem við áskor­an­ir framtíðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka