Stór björgunaraðgerð er í gangi í Kaliforníu eftir að fólk lokaðist inni vegna skógarelda á vinsælu útivistarsvæði.
Þyrlur hafa verið sendar til að sækja tugi manna í kringum Mammoth Pool-uppistöðulónið um 60 kílómetra norðvestur af borginni Fresno, að sögn BBC.
Ekki er vitað hversu margir eru í sjálfheldu en tveir eru alvarlega slasaðir og tíu til viðbótar minna slasaðir.
Í tísti frá slökkvistöðinni í Fresno kom fram að 63 manneskjum hefði þegar verið bjargað af þyrlum hersins.
Updated information for MCI incident: So far, 63 people rescued by military helicopters and delivered to FYI, 2 severely injured patients, 10 moderately injured and 51 others with minor or no injuries. Aircraft are returning to continue rescue operations. Unknown how many more.
— Fresno Fire PIO (@FresnoFire) September 6, 2020