Lokuðust inni vegna skógarelda

Skógareldar í Kaliforníu. Myndin er úr safni.
Skógareldar í Kaliforníu. Myndin er úr safni. AFP

Stór björg­un­araðgerð er í gangi í Kali­forn­íu eft­ir að fólk lokaðist inni vegna skógar­elda á vin­sælu úti­vist­ar­svæði.

Þyrl­ur hafa verið send­ar til að sækja tugi manna í kring­um Mammoth Pool-uppistöðulónið um 60 kíló­metra norðvest­ur af borg­inni Fresno, að sögn BBC.

Ekki er vitað hversu marg­ir eru í sjálf­heldu en tveir eru al­var­lega slasaðir og tíu til viðbót­ar minna slasaðir.

Í tísti frá slökkvistöðinni í Fresno kom fram að 63 mann­eskj­um hefði þegar verið bjargað af þyrl­um hers­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka