Margir særðir eftir hnífaárásir í Birmingham

Frá miðborg Birmingham.
Frá miðborg Birmingham. AFP

Hópur fólks særðist í hnífstunguárásum í miðborg Birmingham á Englandi skömmu eftir miðnætti.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að hún hafi verið kölluð á vettvang klukkan hálfeitt að staðartíma eftir að fregnir bárust af hnífstunguárás í miðborginni.

Fleiri árásir voru tilkynntar á svæðinu skömmu síðar.

„Við vitum af hópi fólks sem særðist en getum ekki sagt hversu margir eða hversu alvarlega,“ segir í yfirlýsingunni.

„Engu að síður er fólk að störfum á vettvangi til að tryggja að þeir sem særðust fái læknisaðstoð.“

Í sjónvarpsfréttum í Bretlandi sást að búið var að girða af stórt svæði í borginni og voru starfsmenn lögreglunnar þar að störfum.

„Við erum að reyna að komast að því hvað gerðist og það gæti tekið einhvern tíma þangað til við getum staðfest eitthvað,“ sagði einnig í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert