Nágrannakrytur í Moss stigmagnast

Nágranninn sagðist í fyrstu hafa talið að norski samtímalistamaðurinn Pushwagner …
Nágranninn sagðist í fyrstu hafa talið að norski samtímalistamaðurinn Pushwagner væri risinn úr gröf sinni þegar hann kom auga á kaldar kveðjur fólksins við hliðina, pars með börn, en viðsjár hafa verið með þeim grönnunum árum saman. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Mér datt fyrst í hug að Pus­hwagner væri ris­inn upp frá dauðum,“ seg­ir 79 ára gam­all íbúi í ró­legu hverfi bæj­ar­ins Moss, suður af Ósló í Nor­egi, sem hef­ur troðið illsak­ir við ná­granna sína, par með börn, um ára­bil, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK.

Vís­ar maður­inn þar til norska sam­tíma­lista­manns­ins Terje heit­ins Brof­os, sem notaðist við lista­manns­nafnið Pus­hwagner og varð þekkt­ur af lit­rík­um teikni­mynda­stíl í óhefðbundn­um verk­um sín­um.

Örugg­lega má kalla skila­boðin til viðmæl­anda NRK óhefðbund­in um leið og þau fela í sér kalda kveðju sem mynd­in með frétt­inni seg­ir vís­ast til meira um en svo, að tí­unda þurfi með út­skýr­ing­um, enda hafa skær­ur ná­grann­anna náð aug­um og eyr­um norskra fjöl­miðla.

Hót­an­ir, njósn­ir og áreiti

Deil­ur fólks­ins hafa staðið í mörg ár og haft í för með sér lög­reglu­út­köll þótt deiluaðilar nefni ekki ber­um orðum í viðtöl­um við fjöl­miðla hvert raun­veru­legt þrætu­epli sé. Kon­an með myndskreytta vegg­inn tal­ar um hót­an­ir, njósn­ir og áreiti án þess að greina nán­ar í hverju þetta fel­ist.

Hún seg­ir tré­vegg­inn hafa verið sett­an upp svo börn henn­ar og manns henn­ar gætu leikið körfu­bolta án þess að bolt­inn kastaðist sí­fellt út úr garðinum. Börn hafi svo gert sér það að leik að myndskreyta hann, ekki tekið fram hvort henn­ar eig­in börn hafi þar verið að verki.

„Ég fór bara að hlæja, mér fannst þetta svo bjána­legt,“ seg­ir sá 79 ára gamli sem flutti í hverfið fyr­ir sjö árum og býr með eig­in­konu sem þarfn­ast umönn­un­ar hans. „En þetta er ekk­ert fyndið, þetta er full­orðið fólk sem býr þarna og þá horf­ir málið öðru­vísi við. Hér hef­ur verið mik­ill vit­leys­is­gang­ur árum sam­an,“ seg­ir hann.

Ná­granna­kon­an með skjól­vegg­inn er spurð hvort skila­boðin bein­skeyttu séu ekki óráð ofan á þegar eld­fimt ástand. „Það er ekki úti­lokað. En má ég ekki ýta aðeins til baka og segja að nú sé nóg komið?“ spyr hún á móti og seg­ir ástandið lýj­andi, hverfið sé ró­legt og hún sé með börn á heim­il­inu. „Ég þarf ekki á því að halda að hafa þetta hang­andi yfir mér,“ seg­ir hún og bend­ir á að lítið verk sé að fjar­lægja lista­verkið á veggn­um.

NRK

ABC Nyheter

Moss-Avis (greindi fyrst frá en er með læsta áskrift­arsíðu)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka