Reyna að hindra flæði mótmælenda til Minsk

Óeirðarlögreglan í Hvíta-Rússlandi hefur verið sökuð um að beita friðsama …
Óeirðarlögreglan í Hvíta-Rússlandi hefur verið sökuð um að beita friðsama mótmælendur ofbeldi. AFP

Þúsund­ir mót­mæl­enda hafa náð að brjóta sér leið að miðborg Minsk í Hvíta-Rússlandi. Óeirðalög­regla hef­ur sett upp hindr­an­ir víða um borg­ina og fjöl­marg­ir mót­mæl­end­ur hafa verið hand­tekn­ir. 

Mót­mæl­end­ur krefjast sem fyrr af­sagn­ar Al­ex­and­ers Lúka­sj­en­kós for­seta lands­ins. Yf­ir­völd í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að hafa falsað niður­stöður for­seta­kosn­ing­anna sem fóru fram fyr­ir rúm­um mánuði. 

Mótmælendur reyna að komast inn í miðborg Minsk.
Mót­mæl­end­ur reyna að kom­ast inn í miðborg Minsk. AFP

Fjöldi áber­andi stjórn­ar­and­stæðinga hef­ur flúið landið, en mót­mæl­end­ur og mann­rétt­inda­frömuðir hafa sakað lög­reglu um að beita friðsama mót­mæl­end­ur ít­rekað of­beldi. 

Óeirðalög­regla hef­ur í dag aukið viðbúnað og komið fyr­ir vatns­byss­um og ör­ygg­is­tálm­um í því skyni að ógna mót­mæl­end­um og hindra flæði fólks í miðborg­ina. Þá hafa marg­ir mót­mæl­enda verið hand­tekn­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka