Sú ákvörðun Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, að fara á fund Erdogans Tyrklandsforseta og þiggja heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Istanbúl hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindafrömuðum og fleirum.
Gagnrýnendum þykir það skjóta skökku við gagnvart gildum og niðurstöðum dómstólsins að forseti hans taki við heiðursnafnbót frá ríkisreknum háskóla í Tyrklandi.
Kenneth Roth, framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar, segir skilaboð Róberts og Mannréttindadómstólsins til Erdogans um að virða lög og reglu hafa glatað vægi sínu.
The head of the European Court of Human Rights, Robert Spano, accepts an honorary degree from a Turkish university that unlawfully dismissed scores of academics, undercutting his message to Pres Erdogan to respect the rule of law. https://t.co/ncSGvwT4ZF pic.twitter.com/2FaI1PSwhh
— Kenneth Roth (@KenRoth) September 6, 2020
Þá segir Rebecca Harms, sem var til ársins 2019 þingmaður á Evrópuþinginu, það vera „ógeðslegt“ að Róbert skuli hafa tekið við heiðursnafnbótinni. Kollegi Harms, Evrópuþingskonan Kati Piri, segir ákvörðun Róberts hafa skaðað orðspor Mannréttindadómstólsins.
It is really disgusting that the judge Robert Spano would accept an honorary doctorate for a university in Turkey while many academics of this &other universities in Turkey are suffering from the purge, have lost their rights,their jobs&often their freedom. @ECHR_CEDH @P24Punto24 https://t.co/RihTKRvVTr
— Rebecca Harms (@RebHarms) August 31, 2020
WHY is highest judge of European Court of Human Rights meeting with Pres. Erdogan?
— Kati Piri (@KatiPiri) September 3, 2020
🇹🇷 has most cases in front of @ECHR_CEDH and thousands of people expect to have impartial hearing at judge Spano’s court.
This visit has politicized ECtHR & greatly damaged its reputation. https://t.co/5bBO4dN4Kh
Mithat Sancar, sem er fyrrverandi prófessor og nú leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann segir þá ákvörðun Róberts að taka við nafnbótinni jafngilda samþykki á stjórnarháttum í Tyrklandi.
My open letter to Mr. Robert Spano, President of European Court of Human Rights: pic.twitter.com/kJx21gQKzw
— Mithat Sancar (@mithatsancarr) September 3, 2020
Tyrkneski auðmaðurinn Akin Ipek, sem flúði Tyrkland fyrir fimm árum, skrifaði Róbert einnig bréf. Í bréfinu segir Ipek að Mannréttindadómstóllinn hafi enn ekki tekið fyrir mál bróður hans, sem var dæmdur í 75 ára fangelsi í kjölfar valdaránstilraunarinnar 2016.
Avrupa İnsan Hakları Mahkemesi Başkanı Sayın Robert Spano @ECHR_CEDH ; Türkiye ziyaretiniz vesilesi ile size bir sayfalık kısa bir mektup yazdım... Beş dakikanızı ayırıp okuyabilirseniz, belki; "Nefes alamayan", umudu tükenmiş Yüzbinlerce masum insana bir umut ışığı doğacaktır. pic.twitter.com/41FCQAFYsK
— Akın İpek (@akinipek01) September 6, 2020