Róbert gagnrýndur úr öllum áttum

Róbert Spanó með Erdogan Tyrklandsforseta á föstudag.
Róbert Spanó með Erdogan Tyrklandsforseta á föstudag. -

Sú ákvörðun Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, að fara á fund Erdogans Tyrklandsforseta og þiggja heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Istanbúl hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindafrömuðum og fleirum. 

Gagnrýnendum þykir það skjóta skökku við gagnvart gildum og niðurstöðum dómstólsins að forseti hans taki við heiðursnafnbót frá ríkisreknum háskóla í Tyrklandi.

Kenneth Roth, framkvæmdastjóri Mannréttindavaktarinnar, segir skilaboð Róberts og Mannréttindadómstólsins til Erdogans um að virða lög og reglu hafa glatað vægi sínu. 

 Þá segir Rebecca Harms, sem var til ársins 2019 þingmaður á Evrópuþinginu, það vera „ógeðslegt“ að Róbert skuli hafa tekið við heiðursnafnbótinni. Kollegi Harms, Evrópuþingskonan Kati Piri, segir ákvörðun Róberts hafa skaðað orðspor Mannréttindadómstólsins.  


Mithat Sancar, sem er fyrrverandi prófessor og nú leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Tyrklandi, skrifaði opið bréf til Róberts þar sem hann segir þá ákvörðun Róberts að taka við nafnbótinni jafngilda samþykki á stjórnarháttum í Tyrklandi. 

Tyrkneski auðmaðurinn Akin Ipek, sem flúði Tyrkland fyrir fimm árum, skrifaði Róbert einnig bréf. Í bréfinu segir Ipek að Mannréttindadómstóllinn hafi enn ekki tekið fyrir mál bróður hans, sem var dæmdur í 75 ára fangelsi í kjölfar valdaránstilraunarinnar 2016. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert