Rússar saka Þjóðverja um að tefja rannsókn

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalní, ásamt eiginkonu sinni Yuliu og …
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalní, ásamt eiginkonu sinni Yuliu og stjórnarandstæðingnum Lyubov Sobol í febrúar. AFP

Rúss­nesk stjórn­völd hafa sakað Þjóðverja um að reyna að tefja rann­sókn á máli stjórn­ar­and­stæðings­ins Al­ex­eis Navalnís eft­ir að þýsk stjórn­völd kröfðust þess að Moskva út­skýrði sína hlið á mál­inu. Ef ekki verði Rúss­ar beitt­ir refsiaðgerðum.

Maria Zak­harova, talsmaður rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, greindi frá þessu á Face­book.

Þjóðverj­ar segja að Navalní hafi verið byrlað eit­ur.

Leiðtog­ar ríkja í Vest­ur-Evr­ópu hafa óskað eft­ir svör­um frá rúss­nesk­um stjórn­völd­um, sem hafa þver­tekið fyr­ir að hafa byrlað hon­um eit­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka