Segir Trump rasista sem dýrki Vladimír Pútín

Donald Trump Bandaríkjaforseti er borinn þungum sökum í nýrri bók …
Donald Trump Bandaríkjaforseti er borinn þungum sökum í nýrri bók Michael Cohen. AFP

Michael Cohen, fyrr­ver­andi lög­fræðing­ur Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, seg­ir í nýrri bók sinni að for­set­inn hafi gert „aug­ljós­ar og leyni­leg­ar til­raun­ir til þess að fá Rússa til að eiga við for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um 2016“.

Þá seg­ir Cohen að Trump hafi vitað af mútu­greiðslum til klám­mynda­leik­kon­unn­ar Stor­my Daniels meðan á for­setafram­boði hans stóð. 

Bók Cohens, „Disloyal: A Memo­ir“, verður gef­in út á þriðju­dag, en í bók­inni mál­ar Cohen ógn­vekj­andi mynd af for­set­an­um og þeim sem standa hon­um næst. Cohen lík­ir Trump og hans helstu stuðnings­mönn­um við mafíuna og seg­ist sjálf­ur hafa tekið þátt í svik­um og lyg­um for­set­ans. 

Í frétt Washingt­on Post, sem hef­ur bók­ina und­ir hönd­um, seg­ir meðal ann­ars að Trump hafi borið gríðarlegt hat­ur í brjósti gagn­vart for­vera sín­um Barack Obama. Cohen seg­ir í bók­inni að Trump hafi ráðið svart­an leik­ara til þess að mæta á fund sinn svo að Trump gæti þóst reka Obama úr starfi. 

Cohen seg­ir að Trump hafi al­mennt van­virt svart fólk. „Nefndu eitt land sem er stjórnað af svört­um manni sem er ekki skíta­land. Þetta eru allt hel­vít­is kló­sett,“ á Trump að hafa sagt. Þá seg­ir Cohen að þegar Nel­son Mandela, fyrr­ver­andi for­seti Suður-Afr­íku, lést árið 2013 hafi Trump sagt að Mandela væri eng­inn leiðtogi, að minnsta kosti ekki leiðtogi sem hann bæri virðingu fyr­ir.

Þá seg­ir Cohen að Trump sjái vart sól­ina fyr­ir koll­ega sín­um Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta. Cohen seg­ir ástæðuna fyr­ir því ein­falda: Trump elski pen­inga og hafi oft, ætíð rang­lega, haldið því fram að „Pútín sé rík­asti maður í heimi“. 

Trump seg­ist vera hrif­inn af stjórn­ar­hátt­um Pútíns sem hef­ur þann hæfi­leika að „taka yfir heila þjóð og stjórna henni eins og sínu eig­in fyr­ir­tæki, eins og Trump-veld­inu í raun­inni“, að sögn Cohens.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka