„Þau hafa misst tökin á faraldrinum“

Grímuklædd kona og grímuklætt götulistaverk.
Grímuklædd kona og grímuklætt götulistaverk. AFP

2.988 ný smit kór­ónu­veiru greind­ust í Bretlandi síðasta sól­ar­hring. Um er að ræða mestu fjölg­un dag­legra smita þarlend­is síðan 22. maí og seg­ir bresk­ur pró­fess­or að stjórn­völd séu búin að missa tök­in á far­aldr­in­um. 

Matt Hancock, heil­brigðisráðherra Bret­lands, seg­ist áhyggju­full­ur yfir ástand­inu en smit­um hef­ur helst fjölgað á meðal ungs fólks. Þrátt fyr­ir mikla fjölg­un dag­legra smita  á laug­ar­dag voru smit­in 1.175 tals­ins  tel­ur Hancock að það hafi verið rétt ákvörðun hjá rík­is­stjórn­inni að opna skóla að nýju vegna þess að lok­un þeirra hafi mik­il áhrif á börn. 

Far­ald­ur á meðal efnam­inni hópa

Há­skól­ar í Bretlandi und­ir­búa nú opn­un og Bret­ar eru farn­ir að snúa aft­ur til vinnu í aukn­um mæli. Verka­manna­flokk­ur­inn hef­ur kraf­ist þess að Hancock komi fyr­ir þingið og út­skýri hvers vegna sumt fólk sé enn beðið að keyra hundruð kíló­metra til þess að fá að fara í veiru­próf.

„Þau hafa misst tök­in á far­aldr­in­um,“ sagði Gabriel Scally, pró­fess­or og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri inn­an breska heil­brigðis­kerf­is­ins (NHS), í sam­tali við Guar­di­an. „Þetta eru ekki leng­ur lít­il hópsmit sem þau geta stjórnað. Veir­an er orðin að far­aldri í fá­tæk­um hóp­um í Bretlandi. Það vek­ur sér­stak­lega mikl­ar áhyggj­ur þar sem það er verið að opna skóla.“

Alls er 41.551 fall­inn frá vegna veirunn­ar í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert