Þýska beitiskipið Karlsruhe fundið

Skyndilega seig fallbyssuturn út úr niðamyrkrinu á 490 metra dýpi …
Skyndilega seig fallbyssuturn út úr niðamyrkrinu á 490 metra dýpi úti fyrir Kristiansand. Áhöfn Olympic Taurus hafði fundið síðasta stóra þýska herskipið við Noregsstrendur sem fram til þessa var ekki vitað með vissu hvar lægi. Skjáskot/Könnunarkafbátur Olympic Taurus

Áhöfn norska bor­pallaþjón­ustu­skips­ins Olympic Taur­us gleym­ir seint þriðju­deg­in­um 30. júní í sum­ar þegar hún sinnti verk­efni fyr­ir Statnett, rík­is­fyr­ir­tæki sem ann­ast þróun og eft­ir­lit flutn­ingsnets raf­orku í og við Nor­eg, þar á meðal neðan­sjáv­ar­strengja til annarra landa.

Að þessu sinni var skipið að kanna ástand raf­orku­strengs­ins til Dan­merk­ur og var statt um ell­efu sjó­míl­ur suðaust­ur af Kristiansand. Meðal starfs­manna Statnett um borð var verk­fræðing­ur­inn Ole Petter Hobber­stad sem einnig er glúr­inn áhuga­sagn­fræðing­ur og leiddi sá áhugi til sögu­legs fund­ar þenn­an þriðju­dag í júní.

Aðdrag­and­inn er þó nokk­ur. Hobber­stad hef­ur oftsinn­is verið um borð í Olympic Taur­us ásamt sam­starfs­fólki frá Statnett við eft­ir­lit með sæ­strengj­um. Skipið er búið öfl­ug­um hljóðbylgju­sendi, eða són­ar, til að greina lands­lagið á hafs­botni, streng­ina og annað sem til skoðunar er hverju sinni.

Áttu lausa stund

Síðustu þrjú ár, eða frá því í apríl 2017, hafði stór og mik­ill ílang­ur skuggi á 490 metra dýpi, aðeins 15 metra frá Dan­merk­ur­strengn­um, vakið at­hygli verk­fræðings­ins og for­vitni. Tími var þó jafn­an af skorn­um skammti til að dufla við sagn­fræðirann­sókn­ir sam­hliða verk­efn­um raf­orku­fyr­ir­tæk­is­ins en það breytt­ist ein­mitt síðdeg­is 30. júní.

Séð framan á voldugt stefni Karlsruhe, hakakross þriðja ríkisins fyrir …
Séð fram­an á vold­ugt stefni Karlsru­he, hakakross þriðja rík­is­ins fyr­ir miðri mynd. Skjá­skot/​Könn­un­ar­kaf­bát­ur Olympic Taur­us

Vegna veðurs þenn­an dag var auka­verk­efni, sem skipið átti að fara í, af­lýst og myndaðist því nokk­urra klukku­stunda svig­rúm áður en halda skyldi til hafn­ar. Hobber­stad notaði tæki­færið og sendi fjar­stýrðan könn­un­ar­kaf­bát niður í djúpið, að skugg­an­um sem haldið hafði for­vitni hans vak­andi um ára­bil.

Á 490 metra dýpi birt­ist greini­leg skips­hlið í ljós­geisla kaf­báts­ins, svo löng að undr­um sæt­ir. Næst birt­ist hlut­ur sem óneit­an­lega minn­ir á fall­byssut­urn og skömmu síðar ann­ar slík­ur. Að lok­um hverf­ur all­ur vafi sem dögg fyr­ir sólu í myrku djúp­inu þegar ljós­keil­an dreg­ur fram helj­ar­mik­inn hakakross, tákn þriðja rík­is Ad­olfs Hitlers, ofan við vold­ugt akk­eri.

Hobber­stad og aðrir viðstadd­ir komust að því á næstu dög­um, að klukk­an 16:40 þriðju­dag­inn 30. júní 2020 blasti við þeim sjón sem eng­inn tálkna- og hreist­urs­laus hafði séð í 80 ár, þýska beiti­skipið Karlsru­he, 174 metra langt flagg­skip í árás þýsks inn­rás­ar­hers á Kristiansand við her­nám Nor­egs 9. apríl 1940.

Fund­ur­inn er sögu­leg­ur og kannski rétt rúm­lega það þar sem Karlsru­he var, þar til í sum­ar, síðasta stóra þýska her­skipið sem enn var ófundið á hafs­botn­in­um um­hverf­is Nor­eg.

Árás­in upp­haf enda­lok­anna

Það var snemma morg­uns her­náms­dag­inn ör­laga­ríka fyr­ir 80 árum, dag­inn sem markaði upp­haf fimm ára tíma­bils norskr­ar þjóðar und­ir járn­hæl nas­ista, að Karlsru­he, með 1.100 manns inn­an­borðs, gerði at­lögu að Kristiansand í sam­hæfðri árás Þjóðverja á mörg skot­mörk í Nor­egi.

Karlsru­he var hleypt af stokk­un­um árið 1927, vó 7.800 tonn búið 50 milli­metra bryn­vörn og þrem­ur fall­byssut­urn­um með alls níu 15 senti­metra SK/​C-25-byss­um auk þess sem tvær loft­varna­byss­ur voru á Karlsru­he, fjög­ur þreföld tund­ur­skeyta­hlaup og rými fyr­ir 120 tund­ur­dufl. Áhöfn al­mennt 850 manns.

Með Karlsru­he í för var fjöldi annarra skipa og er enn þann dag í dag ekki vitað með vissu hvort það voru fall­byssu­skytt­ur Karlsru­he eða ein­hvers fylgi­skip­anna sem skutu turn­spíruna af dóm­kirkj­unni í Kristiansand, enda ekki þunga­vigt­ar­atriði í gangi styrj­ald­ar­inn­ar.

Karlsruhe á siglingu. Með því að bera þessa mynd saman …
Karlsru­he á sigl­ingu. Með því að bera þessa mynd sam­an við hljóðbylgju­mynd Olympic Taur­us voru öll tví­mæli tek­in af um að áhöfn­in hefði fundið flak Karlsru­he. Ljós­mynd/​Banda­ríski sjó­her­inn

Hein­kel 111-sprengjuflug­vél­ar gerðu sam­tím­is árás á bæ­inn og var ein þeirra skot­in niður en Kristiansand engu að síður lagður að miklu leyti í rúst­ir með sam­stilltu átaki sjó- og flug­hers Þjóðverja, einkum svæðið á og við Toll­bod­gata sem hlaut viður­nefnið Hverfi sorg­ar­inn­ar, Sor­gens kvartal, eft­ir árás­ina vorið 1940.

Árás­in á Kristiansand var þó upp­hafið að enda­lok­um Karlsru­he. Helm­ing­ur­inn af þeim 1.100 her­mönn­um, sem um borð voru, urðu eft­ir í Kristiansand þegar skipið hélt aft­ur til þýskr­ar hafn­ar síðdeg­is sama dag. Þangað komst það aldrei og var reynd­ar ekki komið lengra en rétt út fyr­ir skerjag­arðinn þegar breski kaf­bát­ur­inn Tru­ant komst í skot­færi við það.

Tvö tund­ur­skeyti hæfðu Karlsru­he og sjór tók að flæða inn í beiti­skipið. Vél­in laskaðist og raf­kerfið datt út. Þar með urðu dæl­urn­ar óstarf­hæf­ar og fljót­lega kom slagsíða á vígaf­leyið þýska.

Friedrich Rieve aðmíráll skipaði mönn­um sín­um yfir í önn­ur þýsk her­skip sem nær­stödd voru og endaði á því að sökkva skipi sínu sjálf­ur með því að sprengja á það fleiri göt klukk­an 21:50 að kvöldi 9. apríl.

Kafbáturinn Truant var glænýr þegar hann skaut beittum skeytum sínum …
Kaf­bát­ur­inn Tru­ant var glæ­nýr þegar hann skaut beitt­um skeyt­um sín­um að Karlsru­he 9. apríl 1940. Örsmá­ar mann­ver­ur úr áhöfn­inni bera stærð fær­leiks síns glöggt vitni. Ljós­mynd/​Kon­ung­legi breski sjó­her­inn

Lengi var talið að Karlsru­he lægi mun nær landi en raun­in er og voru þær kenn­ing­ar byggðar á færsl­um í logg­bók skips­ins og framb­urði Rieve aðmíráls.

Frode Kvalø, forn­leifa­fræðing­ur við norska sjó­minja­safnið, seg­ir í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK, að eng­inn vafi leiki á að þarna sé Karlsru­he fundið og sýn­ir því til jarteikna sam­an­b­urð sinn á són­ar­mynd Olympic Taur­us og loft­mynd banda­ríska sjó­hers­ins sem tek­in var af skip­inu á sigl­ingu.

„Það er vel varðveitt, stend­ur á kil­in­um og ber fjölda sýni­legra ein­kenna sem auðvelda sam­an­b­urð. Þetta er Karlsru­he,“ seg­ir forn­leifa­fræðing­ur­inn.

Lær­dóm­ur um túlk­un heim­ilda

Karlsru­he er þar með lengsta skip sem nokkru sinni hef­ur fund­ist neðan­sjáv­ar á norsku hafsvæði og telst eig­in­leg­ur „fund­ur“, það er skip sem ekki var vitað fyr­ir hvar væri, and­stætt stór­um þýsk­um her­skip­um, sem settu sitt mark á sögu Nor­egs í síðari heims­styrj­öld­inni og vitað er hvar liggja hinstu hvílu, svo sem Dres­den, Tirpitz og Blücher.

May-Brith Ohm­an er pró­fess­or í sagn­fræði við Há­skól­ann í Ag­der. Hún seg­ir flak Karlsru­he bjóða upp á nýj­an fróðleik um fyrstu stund­ir þeirra fimm ára sem þýskt her­nám Nor­egs átti eft­ir að vara.

„Þetta kenn­ir okk­ur sitt­hvað um túlk­un heim­ilda þegar litið er til þeirra upp­lýs­inga sem við lengi höf­um haft um hvar skipið sökk miðað við hvar það svo í raun fannst,“ seg­ir Ohm­an við NRK.

Karlsruhe með augum hljóðbylgjuskynjunar borpallaþjónustu- og sæstrengjaeftirlitsskipsins Olympic Taurus.
Karlsru­he með aug­um hljóðbylgju­skynj­un­ar bor­pallaþjón­ustu- og sæ­strengja­eft­ir­lits­skips­ins Olympic Taur­us. Són­ar­mynd/​Olympic Taur­us

Norska land­helg­is­gæsl­an mun standa vörð um flakið fyrst um sinn, en talið er að í því geti enn verið um millj­ón lítr­ar af olíu auk annarra efna sem haft gætu í för með sér um­hverf­is­spjöll. Þá ligg­ur enn ekki fyr­ir hvort flakið verði flokkað sem vot gröf, það fer eft­ir því hvort jarðnesk­ar leif­ar þeirra, sem lét­ust þegar bresku tund­ur­skeyt­in skullu á Karlsru­he, voru skild­ar eft­ir um borð eður ei.

Ótrú­leg heppni árið 1977

Það sem upp úr stend­ur þó, að mati sagn­fræðiá­huga­manns­ins og verk­fræðings­ins Hobber­stad, er sú ótrú­lega heppni að sæ­streng­ur­inn, sem er reynd­ar fjór­ir streng­ir milli Nor­egs og Dan­merk­ur og lagðir voru á hafs­botn­inn árið 1977, þegar tækn­in var mun frum­stæðari og fjar­stýrðir skoðun­ar­kaf­bát­ar ekki í boði, skyldi ekki flækj­ast í flaki gamla beiti­skips­ins, sem að hans sögn hefði getað haft stór­tjón í för með sér á köpl­un­um sem flytja raf­magn frá Kristiansand til Dan­merk­ur sem jafn­ast á við alla raf­orku­notk­un Ósló­ar.

NRK

Af­ten­posten (læst grein en for­vitni­leg ljós­mynd)

Netta­visen

NTB

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka